Innlent

Ófært fyrir vestan og víða leiðindafærð

Færð á vegum er víða ekki eins og best verður á kosið á þessum öðrum sumardegi ársins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er ófært yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði er þungfær auk þess sem hálkublettir eru á flestum heiðum á Vestfjörðum.

Krapi er á vegum á Bröttubrekku og hálkublettir og þoka á Hellisheiði. Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er leiðinlegur vegna aurbleytu en þó fær flestum bílum.

Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Norður- og Austurlandi og verið að moka á Hellisheiði eystri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×