Innlent

Stöðvuðu ökuréttindalausan ökumann

Tveir hassmolar fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði í Garðinum í gærkvöldi. Þeir sem voru í bílnum viðurkenndu að eiga efnið og höfðu ætlað það til eigin nota. Málið telst upplýst. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Njarðvík laust eftir miðnætti í nótt en hann ók tæplega þrjátíu kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða sem var 50. Lögreglan stöðvaði einnig einn ökumann sem reyndist vera ökuréttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×