Innlent

Tveir menn handteknir vegna gruns um innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn nú í morgunsárið sem grunaðir eru um innbrot á Njálsgötunni. Þá var einnig brotist inn á tveimur öðrum stöðum í miðborginni í nótt en margt bendir til að sömu menn hafi verið þar á ferð. Lögreglan er með mennina til yfirheyrslu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×