Innlent

Nýtt þjónustuver Reykjavíkurborgar

Á mánudaginn opnar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar þjónustuver í Skúlatúni 2. Nýja þjónustuverið mun taka við helstu verkefnum sem áður var sinnt af fimm minni afgreiðslum sem voru staðsettar í höfuðstöðvum sviðsins. Undirbúningur að stofnun þjónustuversins hefur staðið frá því í september en það er áfangi í skilulagsbreytingum sem unnið hefur verið að í rúmt ár. Almenn afgreiðsla verður lokuð til hádegis í dag vegna breytinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×