Innlent

Örninn er lentur

Tökur á þriðju sjónvarpsþáttaröðinni um dansk-íslenska lögreglumanninn, Hallgrím Örn Hallgrímsson, fara nú fram hér á landi og er gert ráð fyrir að þær standi yfir í 16 daga. Byrjað er í Vestmannaeyjum.

Tökur hófust í gær og gert ráð fyrir að þær fari fram á völdum stöðum á Heimaey í fjóra daga áður er haldið verður uppi á fastalandinu þar sem tökur fara fram meðal annars í Grindavík og á Þingvöllum. 20 til 30 manns koma að tökum, allt eftir umfangi verksins hverju sinni.

Í þriðju syrpunni snýr "Örninn" aftur til heimahaganna og eru hlýjar móttökur á bryggjunni lognið á undan storminum.

Jesper Grüner, sem er framkvæmdastjóri á tökustað, segir að sjónvarpsáhorfendur í Danmörku megi reikna með að sjá þættina öðru hvorum megin við áramótin.

Jens Albinus, sem leikur Örninn sjálfan, segist hellaður af fegurð Íslands og náttúru. Veðrið fari vel í sig enda sól þegar rætt var við hann. Jens bætti því við að óvíst væri þó hve lengi sólin fengi að láta sjá sig.

Fréttaritari NFS í Eyjum, Gísli Óskarsson, sagði Jens að krakkarnir í Barnaskólanum í Vestmannaeyjum hefðu beðið komu Arnarins með mikilli eftirvætningu og spurði því hvort hann hefði einhver skilaboð til barnanna. Þau voru að krakkarnir ættu að læra lexíurnar sínar og taka sérstaklega vel eftir í líffræði.

Viðtal: Jens xxxx . "Krakkar lærið vel lexíurnar ykkar og þá sérstaklega líffræði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×