Innlent

Íbúar í Reykjavík fyrir 874

Árið 871, eða tveimur árum fyrr eða síðar, bjó í Reykjavík fólk sem hafði reist þar varanlegt mannvirki. Ingólfur Arnason á að hafa sest hér að fyrstur manna 874, eins og segir í sögubókunum. En fornleifarannsóknir í Aðalstræti sýna að hér voru menn fyrr á ferðinni.

Endurbygging Aðalstrætis 16 og uppbygging á reitnum Aðalstræti 14-18 hafa nú að mestu farið fram. Í ljós komu minjar frá Innréttingatíma og síðar, skála frá 10. öld. Skálinn var nánast heill og dæmigerður fyrir sinn tíma. Það gerði hann hentugan til sýningarhalds. Við norðurenda skálans fundust veggjabrot eða garðveggur er bendir til að sé eldra en textalandnám segir til um. Sumsé að hann verið reistur 871 plús eða mínus tvö ár.

Þar með er þetta elsta mannvirki sem menn vita af með fullri vissu í Reykjavík. Sumsé árið 871 bjó hér fólk sem hafði reist varanlegt mannvirki.

Í maí mun opna sýning á afurð af nákvæmri fornleifarannsókn á þessum mannvirkjum í Aðalstræti sem mun bera yfirskriftina Reykjavík 871 plús mínus tveir. Mikið verður í sýninguna lagt og nútímatækni beitt til að færa gesti inn í rúm þess liðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×