Innlent

Efling ályktar til stuðnings ófaglærðum á hjúkrunarheimilum

MYND/Heiða Helgadóttir

Fjölmennur félagsfundur Eflingar-stéttarfélags beindi því í gærkvöldi til samninganefndar hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis að ganga þegar í stað að kröfum launafólks á vinnustöðunum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ófaglærðra starfsmanna.

Það sé skýlaus krafa þessa starfsfólks að kjör verði leiðrétt til jafns við kjarasamning Reykjavíkurborgar frá síðastliðnu hausti. Í ályktun fundarmanna segir að viðbrögð starfsfólks á hjúkrunarheimilum séu neyðarúrræði launafólks á þessum vinnustöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×