Innlent

Fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

MYND/ÞÖK

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg.

Sá sem slasaðist er mælingamaður og var við störf á svæðinu ásamt tveimur starfsbræðrum sínum þegar slysið varð. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni er hann illa brotinn á handlegg og mun síðar í dag gangast undir aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×