Innlent

Ferðastyrkjum úr Vildabörnum úthlutað

MYND/Áslaug Thelma Einarsdóttir

25 börn og fjölskyldur þeirra fengu í dag ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair og hefur aldrei verið úthlutað til jafn maargra. Flestar fjölskyldurnar eru íslenskar en nú fær tvær fjölskyldur, frá Danmörku og Englandi, styrk úr sjóðnum.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að það sé framlag farþega Icelandair sem gerir þetta verkefni mögulegt en með gjöfum þeirra á innlendri og erlendri mynt sé lagður grunnur að sjóðnum. Sumir farþegar láti einnig vildarpunkta sína renna til Vildarbarna. Auk þess leggi Icelandair fram peninga í sjóðinn á hverju úthlutunartímabili.

Tilangur Vildarbarna er að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður kost á að fara í draumaferð. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Skemmtilegar ferðasögur og frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vildarborn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×