Innlent

Markmiðið að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda

Ásgeir Hannes Eiríksson, sem hvatt hefur til stofnunar þjóðernisflokks á Íslandi, með það að markmiði að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda til Íslands, segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð fólks við tillögu sinni. Skoðanakönnun Gallups sýnir að ríflega 32% þjóðarinnar væru reiðubúin að kjósa slíkan flokk.

Um þriðjungur kjósenda á Íslandi gæti hugsað sér að kjósa flokk sem berðist gegn fjölgun innflytjenda hér á landi. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmann Borgaraflokksins.

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórmálafræði, sem hefur kynnt sér stefnu stjórnvalda og stjórnmálaflokka í innflytjendamálum segir niðurstöðu könnunnarinnar ekki koma á óvart. Hann segir vænlegra að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá.

Þann 1. maí opnast fyrir frjálst flæði verkafólks innan Evrópska efnahagssvæðins. Ásgeir Hannes telur að berjast þurfi gegn flæði útlendinga hingað, ekki síst til að vernda þá innflytjendur sem hér eru fyrir. Ásgeir segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við tillögum sínum en hann hafi þó frekar átt von á skömmum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×