Innlent

Íslenskur maður enn í gæsluvarðhaldi í Burnley

Máli íslensks karlmanns, sem grunaður er um að hafa tælt enska stúlku á netinu, hefur verið vísað á æðra dómstig í Englandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í febrúar.

Maðurinn, sem er liðlega tvítugur, var handtekinn 22. febrúar á hóteli í heimabæ stúlkunnar Burnley. Talið er að þau hafi kynnst á netinu og hann síðan farið út til að hitta hana. Stúlkan er 14 ára, en samkvæmt breskum lögum getur athæfi mannsins flokkast undir barnsrán.

Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu þar sem hann situr enn, þannig að hann hefur setið rétt tæpa tvo mánuði í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Burnley er manninum haldið í Prestonfangelsi.

Að sögn lögreglunnar kom maðurinn fyrir dómara á fyrsta dómstigi í gær, þar sem máli hans var vísað til næsta dómstigs, svokallaðs Crown Court, þar sem mál hans verður tekið til efnislegrar meðferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×