Fleiri fréttir Búið að opna á Kjalarnesinu Búið er að opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað vegna reykjarkófs af sinueldi í tæpa tvo tíma. Verið er að slökkva í síðustu logunum en áfram verður vakað yfir glóðunum til öryggis. Ekki urðu skemmdir á mannvirkjum í eldinum. Tvísýnt var um bæinn Esjuberg um tíma en slökkviliði tókst að verja bæinn. 2.4.2006 17:15 Matas mögulega í íslenskar hendur Baugur Group hefur gert kauptilboð í dönsku snyrti- og heilsuvörukeðjuna Matas sem rekur 291 verslun vítt og breitt um Danmörku. Hluthafar í Matas auglýstu eftir tilboðum í keðjuna og alls hafa borist tíu kauptilboð, upp á 3,5-4,3 milljarða danskra króna. Fæst þeirra eru nafngreind, utan tilboð Íslensku fjárfestanna. 2.4.2006 16:55 Sinueldar á Kjalarnesi Sinueldar ógna bænum Esjubergi á Kjalarnesi, slökkviliðið vinnur nú að því að rýma bæinn og vernda hann. Lögreglan hefur lokað Vesturlandsvegi á kílómeters kafla en þar sést ekki út úr augum vegna makkarins. 2.4.2006 15:48 Bílvelta við Mýrdalsjökul Jeppi valt á veginum upp að Mýrdalsjökli um hádegisbil í dag. Ökumaður var einn í bílnum, sem fór einn og hálfan hring. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl en mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Líklegt er talið að vegkanturinn hafi gefið sig eða að eitt hjól hafi lent út af kantinum og bíllinn þannig tapað jafnvæginu og oltið niður. 2.4.2006 15:45 Jeppi brann á Hellisheiði Land Rover jeppi brann til kaldra kola á Hellisheiði, rétt undir Skarðsmýrarfjalli, um tvöleytið í dag. Ökumaður og farþegi fundu mikla bensínlykt og fóru út úr bílnum til að gá hverju sætti. Blossaði þá upp mikill eldur undir vélarhlífinni og er bíllinn ónýtur eftir, en fólkið sakaði ekki. Eldsupptök eru óljós en líklegt er talið að kviknað hafi í út af bensínleka. 2.4.2006 15:35 Bandarísk þyrla skotin niður Bandarísk herþyrla er talin hafa verið skotin niður í Írak í gær og eru tveir flugmenn hennar taldir af. Þeir bætast í hóp ríflega 2.300 bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rétt rúmum þremur árum. Athygli vekur að þessi atburður skuli eiga sér stað einmitt þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í opinberri heimsókn í Írak. 2.4.2006 15:05 Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn. 2.4.2006 14:37 Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld. 2.4.2006 13:30 Elstu skógar Austur-Asíu að hverfa Ef haldið verður áfram að höggva niður tré í Austur-Asíu á þeim hraða sem nú er gert, verða elstu skógar á svæðinu horfnir innan áratugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grænfriðunga. 2.4.2006 13:15 Tælendingar kjósa sér þing Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. 2.4.2006 13:00 Matarslagur í Fífunni Í dag verður slegist um hver gerir besta matinn, besta kaffið og hver framreiðir bestu ostrurnar. Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna, álfukeppni matreiðslumeistara, ostrukeppni matreiðslumanna og matreiðslukeppni barna er meðal þess sem fram fer á síðasta degi hinnar lystaukandi matarhátíðar Matur 2006 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi. 2.4.2006 13:00 Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða. 2.4.2006 12:45 Vinnuslys á Hellisheiði Um sjötíu kílóa járnstykki féll og klemmdi hönd á manni við borun í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Maðurinn slasaðist talsvert á hönd en vinnufélagar hans gátu losað hann og flutt hann undir læknis hendur. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 2.4.2006 12:30 Rice og Straw til Íraks Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. 2.4.2006 12:30 Svarti kassinn fundinn Búið er að finna lík þeirra nítján sem fórust þegar flugvél þeirra skall utan í fjallshlíð rétt fyrir utan Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld. Einnig er búið að finna svarta kassann úr vélinni sem var af gerðinni LET 410 og framleidd í Tékklandi. Sautján farþegar voru í vélinni auk tveggja manna áhafnar þegar hún hrapaði. Nokkuð rigndi á því svæði þar sem slysið varð og nokkur þoka. Björgunarsveitir komu að flaki vélarinnar tæpum tíu klukkustundum eftir slysið en erfiðlega mun hafa gengið að ryðja leið í gegnum þétt skóglendi. 2.4.2006 12:00 Allmargir féllu fyrir aprílgabbi NFS Allmargir forvitnir Reykvíkingar óku fram hjá Austurvelli í gærkvöld í von um að sjá þar hundruð nakinna fyrirsæta liggjandi í ljósmyndatöku hjá Spenser Tunic fyrir plötuumslag Stuðmanna. Ekki bar mikið á nektinni enda á ferðinni aprílgabb NFS. 2.4.2006 11:45 Íslendingar byggja óperuhús í Danmörku Íslenskir auðmenn ætla að láta byggja nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Þannig hljómaði aprílgabb danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið sagði frá því að íslenski fjárfestingasjóðurinn Saga Fairytales Holding, en þó ekki Group, ætlaði að láta reisa óperhúsið gegnt Óperushúsinu í Hólminum sem nýlega var opnað. 2.4.2006 11:30 Börðu mann með kúbeini Þrír menn veittust að þeim fjórða fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í nótt. Grunur leikur á að þeir hafi notað kúbein til að ganga í skrokk á manninum. Að sögn sjónarvotta var engin augljós ástæða fyrir barsmíðunum. Fórnarlambið fékk að snúa til síns heima eftir heimsókn á sjúkrahúsið á Selfossi en árásarmennirnir dúsa í fangageymslum lögreglu. Að auki var maður færður í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna heimiliserja. 2.4.2006 11:15 Þarf að varna því að eldar blossi upp aftur Tekist hefur að ráða niðurlögum eldanna á Mýrum. Enn er þó vel fylgst með svæðinu þar sem víða er glóð í skurðbökkum. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöld sem loks tókst að slökkva síðustu eldanna á Mýrum. Slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarfirði og Borgarnesi barðist allan daginn við elda sem gusu upp aftur síðdegis en talið hafði verið að búið væri að ráða niðurlögum eldanna. 2.4.2006 10:46 Þingkosningar á Tælandi Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu. 2.4.2006 10:15 Óttast ókyrrð í íslensku fjármálalífi Breskir fjárfestar óttast að ókyrrð í íslensku fjármálalífi leiði til þess að íslenskir fjárfestar selji eigur sínar í Bretlandi. Hlutabréf í félögum þar sem íslendingar hafa fjárfest hafa lækkað í verði vegna þessa ótta á umliðnum dögum. Frá þessu er ítarlega greint í blaðinu Sunday Times í dag. 2.4.2006 10:00 Íslendingar í aprílútrás: Reisa óperhús í Danmörku Sagt var frá í Berlingske Tidende í gær að íslenskur fjárfestingasjóður hygðist reisa óperuhús í Kaupmannahöfn, rétt hjá danska óperuhúsinu. 2.4.2006 05:00 Um 20.000 manns á Matur 2006 Meistarakokkar og vöskustu uppvaskarar landsins voru meðal þeirra sem sýndu færni sína í Fífunni í dag. Sýningarnar Matur 2006 og ferðatorg 2006 eru nú í fyrsta skipti haldnar samhliða. 1.4.2006 19:41 Eldfimt ástand á Gasa-ströndinni Heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-liða, hvetur herskáa Palestínumenn til að láta af árásum á liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas forseta. Ástandið á Gasa-ströndinni hefur verið eldfimt frá því leiðtogi herskárra Palestínumanna féll í árás Ísraela í gær. 1.4.2006 19:15 Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinuð Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands voru sameinuð í gær. Formaður Vélstjórafélagsins segir þetta gert því félagsmenn séu í mörgum tilvikum með sama bakgrunn og starfi á sömu vinnustöðum. 1.4.2006 19:06 Atlantsolía hækkar líka Eina olíufélagið sem ekki hafði hækkað bensínverð fyrir helgi, Atlantsolía, fylgdi í fótspor hinna félaganna í dag og hækkaði verðið. Bensínlíterinn af níutíu og fimm oktana bensíni kostar nú tæpar hundrað og átján krónur hjá Atlantsolíu. Hann er á um hundrað og nítján krónur í sjálfsafgreiðslu hjá á bensínstöðvum Esso, Shell og Olís á höfuðborgarsvæðinu. 1.4.2006 19:02 Rice segir mistök hafa verið gerð í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ýmis mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina í Írak og eftirmála hennar en í grunninn hafi verið rétt að koma Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, frá völdum. Ráðherrann er staddur í heimsókn á Bretlandi, þar sem mótmælendur hafa fylgt henni eftir við hvert fótmál. 1.4.2006 18:45 Slökkviliðið er enn að á Mýrum Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. 1.4.2006 18:36 Íranar gera tilraunir með ný flugskeyti Íransher gerði í gær tilraunir með nýja gerð af flugskeytum sem talið er að hægt verði að skjóta á skotmörk í Ísrael og herstöðvar Bandaríkjamanna við Persaflóann. Fregnir þess efnis valda nú Bandaríkjamönnum áhyggjum í ljósi kjarnorkudeilunnar við Írana sem enn er í hnút. 1.4.2006 18:00 Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu. 1.4.2006 17:54 Sinueldarnir farnir að loga aftur Sinueldarnir á Mýrum sem talið var að búið væri að slökkva hafa tekið sig upp á ný. Að sögn slökkviliðsins á svæðinu hefur slökkviliðið í Reykjavík, Akranesi og Borgarfirði verið kallað út á ný og þyrla Þyrluleigunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað hve mikill eldurinn er að svo stöddu en hann er töluverður og þar sem bætt hefur í vind af Norð-austan er erfitt að eiga við eldinn 1.4.2006 16:17 Nýtt lággjalda símafyrirtæki Fyrsta lággjalda símafyrirtækið á Íslandi hefur tekið til starfa. Símafyrirtækið Sko ætlar sér að bjóða einfaldari verðskrá og lægra verð í farsímaþjónustu. 1.4.2006 16:11 Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. 1.4.2006 13:20 Slökkvistarfi næstum lokið Tekist hefur að hemja eldhafið sem breiddist yfir hátt í hundrað ferkílómetra svæði á Mýrunum í fyrradag. Slökkvistarfi á Mýrum er nú að mestu lokið og fóru síðustu slökkviliðsmennirnir af svæðinu klukkan átta í morgun. Þó logar enn við Stóra-Kálfafell en á mjög afmörkuðu svæði og er það vaktað af bóndanum þar. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi gerðu haugsugur bænda útslagið í baráttunni ivð eldana en þeir stóðu íströngu í gær og nótt og dreifðu hlandfori og mykju á eldinn. 1.4.2006 12:34 Sex teknir fyrir hraðakstur Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Hafnarfirði í nótt og var sá sem greiðast ók á 140 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi en þar er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund. 1.4.2006 11:00 Fyrsti geimfari Brasilíu kominn í Alþjóðlegu geimstöðina Fyrsti geimfari Brasilíu gekk um borð í Alþjóðlegu geimstöðina í nótt þegar Sojus geimhylki hans lagði að stöðinni hlaðið birgðum og búnaði. Tveir dagar eru síðan hylkinu var skotið á loft. 1.4.2006 10:45 Eldflaugaárásir í Gasa-borg Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. 1.4.2006 10:30 Skipstjórinn yfirheyrður Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimmtíu og sjö manns drukknðu. Tveggja er enn saknað. Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi. 1.4.2006 10:15 Reyndi að stela byggingarefni Lögreglan í Reykjavík hafði hendur í hári manns í nótt sem var að hlaða byggingarefnum í kerru sem hann hugðist hafa á brott með sér. Talið er að maðurinn hafi ætlað að reyna að koma efninu í verð enda ekki vitað til þess að hann standi í stórframkvæmdum á heimili sínu. 1.4.2006 10:15 Eldar í rénun Bálið á Mýrum er heldur í rénun að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. Þrátt fyrir að talsverður eldur logi en á svæðinu eru slökkviliðsmenn vongóðir um að það takist að halda eldi frá mannvirkjum og byggðum bólum. 1.4.2006 10:00 MA borgar tæpar 2 milljónir Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og fulltrúi flokksins í útvarpsráði, segir RÚV mismuna þátttakendum í Gettu betur eftir búsetu. 1.4.2006 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að opna á Kjalarnesinu Búið er að opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað vegna reykjarkófs af sinueldi í tæpa tvo tíma. Verið er að slökkva í síðustu logunum en áfram verður vakað yfir glóðunum til öryggis. Ekki urðu skemmdir á mannvirkjum í eldinum. Tvísýnt var um bæinn Esjuberg um tíma en slökkviliði tókst að verja bæinn. 2.4.2006 17:15
Matas mögulega í íslenskar hendur Baugur Group hefur gert kauptilboð í dönsku snyrti- og heilsuvörukeðjuna Matas sem rekur 291 verslun vítt og breitt um Danmörku. Hluthafar í Matas auglýstu eftir tilboðum í keðjuna og alls hafa borist tíu kauptilboð, upp á 3,5-4,3 milljarða danskra króna. Fæst þeirra eru nafngreind, utan tilboð Íslensku fjárfestanna. 2.4.2006 16:55
Sinueldar á Kjalarnesi Sinueldar ógna bænum Esjubergi á Kjalarnesi, slökkviliðið vinnur nú að því að rýma bæinn og vernda hann. Lögreglan hefur lokað Vesturlandsvegi á kílómeters kafla en þar sést ekki út úr augum vegna makkarins. 2.4.2006 15:48
Bílvelta við Mýrdalsjökul Jeppi valt á veginum upp að Mýrdalsjökli um hádegisbil í dag. Ökumaður var einn í bílnum, sem fór einn og hálfan hring. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl en mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Líklegt er talið að vegkanturinn hafi gefið sig eða að eitt hjól hafi lent út af kantinum og bíllinn þannig tapað jafnvæginu og oltið niður. 2.4.2006 15:45
Jeppi brann á Hellisheiði Land Rover jeppi brann til kaldra kola á Hellisheiði, rétt undir Skarðsmýrarfjalli, um tvöleytið í dag. Ökumaður og farþegi fundu mikla bensínlykt og fóru út úr bílnum til að gá hverju sætti. Blossaði þá upp mikill eldur undir vélarhlífinni og er bíllinn ónýtur eftir, en fólkið sakaði ekki. Eldsupptök eru óljós en líklegt er talið að kviknað hafi í út af bensínleka. 2.4.2006 15:35
Bandarísk þyrla skotin niður Bandarísk herþyrla er talin hafa verið skotin niður í Írak í gær og eru tveir flugmenn hennar taldir af. Þeir bætast í hóp ríflega 2.300 bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rétt rúmum þremur árum. Athygli vekur að þessi atburður skuli eiga sér stað einmitt þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í opinberri heimsókn í Írak. 2.4.2006 15:05
Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn. 2.4.2006 14:37
Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld. 2.4.2006 13:30
Elstu skógar Austur-Asíu að hverfa Ef haldið verður áfram að höggva niður tré í Austur-Asíu á þeim hraða sem nú er gert, verða elstu skógar á svæðinu horfnir innan áratugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grænfriðunga. 2.4.2006 13:15
Tælendingar kjósa sér þing Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. 2.4.2006 13:00
Matarslagur í Fífunni Í dag verður slegist um hver gerir besta matinn, besta kaffið og hver framreiðir bestu ostrurnar. Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna, álfukeppni matreiðslumeistara, ostrukeppni matreiðslumanna og matreiðslukeppni barna er meðal þess sem fram fer á síðasta degi hinnar lystaukandi matarhátíðar Matur 2006 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi. 2.4.2006 13:00
Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða. 2.4.2006 12:45
Vinnuslys á Hellisheiði Um sjötíu kílóa járnstykki féll og klemmdi hönd á manni við borun í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Maðurinn slasaðist talsvert á hönd en vinnufélagar hans gátu losað hann og flutt hann undir læknis hendur. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 2.4.2006 12:30
Rice og Straw til Íraks Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. 2.4.2006 12:30
Svarti kassinn fundinn Búið er að finna lík þeirra nítján sem fórust þegar flugvél þeirra skall utan í fjallshlíð rétt fyrir utan Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld. Einnig er búið að finna svarta kassann úr vélinni sem var af gerðinni LET 410 og framleidd í Tékklandi. Sautján farþegar voru í vélinni auk tveggja manna áhafnar þegar hún hrapaði. Nokkuð rigndi á því svæði þar sem slysið varð og nokkur þoka. Björgunarsveitir komu að flaki vélarinnar tæpum tíu klukkustundum eftir slysið en erfiðlega mun hafa gengið að ryðja leið í gegnum þétt skóglendi. 2.4.2006 12:00
Allmargir féllu fyrir aprílgabbi NFS Allmargir forvitnir Reykvíkingar óku fram hjá Austurvelli í gærkvöld í von um að sjá þar hundruð nakinna fyrirsæta liggjandi í ljósmyndatöku hjá Spenser Tunic fyrir plötuumslag Stuðmanna. Ekki bar mikið á nektinni enda á ferðinni aprílgabb NFS. 2.4.2006 11:45
Íslendingar byggja óperuhús í Danmörku Íslenskir auðmenn ætla að láta byggja nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Þannig hljómaði aprílgabb danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið sagði frá því að íslenski fjárfestingasjóðurinn Saga Fairytales Holding, en þó ekki Group, ætlaði að láta reisa óperhúsið gegnt Óperushúsinu í Hólminum sem nýlega var opnað. 2.4.2006 11:30
Börðu mann með kúbeini Þrír menn veittust að þeim fjórða fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í nótt. Grunur leikur á að þeir hafi notað kúbein til að ganga í skrokk á manninum. Að sögn sjónarvotta var engin augljós ástæða fyrir barsmíðunum. Fórnarlambið fékk að snúa til síns heima eftir heimsókn á sjúkrahúsið á Selfossi en árásarmennirnir dúsa í fangageymslum lögreglu. Að auki var maður færður í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna heimiliserja. 2.4.2006 11:15
Þarf að varna því að eldar blossi upp aftur Tekist hefur að ráða niðurlögum eldanna á Mýrum. Enn er þó vel fylgst með svæðinu þar sem víða er glóð í skurðbökkum. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöld sem loks tókst að slökkva síðustu eldanna á Mýrum. Slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarfirði og Borgarnesi barðist allan daginn við elda sem gusu upp aftur síðdegis en talið hafði verið að búið væri að ráða niðurlögum eldanna. 2.4.2006 10:46
Þingkosningar á Tælandi Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu. 2.4.2006 10:15
Óttast ókyrrð í íslensku fjármálalífi Breskir fjárfestar óttast að ókyrrð í íslensku fjármálalífi leiði til þess að íslenskir fjárfestar selji eigur sínar í Bretlandi. Hlutabréf í félögum þar sem íslendingar hafa fjárfest hafa lækkað í verði vegna þessa ótta á umliðnum dögum. Frá þessu er ítarlega greint í blaðinu Sunday Times í dag. 2.4.2006 10:00
Íslendingar í aprílútrás: Reisa óperhús í Danmörku Sagt var frá í Berlingske Tidende í gær að íslenskur fjárfestingasjóður hygðist reisa óperuhús í Kaupmannahöfn, rétt hjá danska óperuhúsinu. 2.4.2006 05:00
Um 20.000 manns á Matur 2006 Meistarakokkar og vöskustu uppvaskarar landsins voru meðal þeirra sem sýndu færni sína í Fífunni í dag. Sýningarnar Matur 2006 og ferðatorg 2006 eru nú í fyrsta skipti haldnar samhliða. 1.4.2006 19:41
Eldfimt ástand á Gasa-ströndinni Heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-liða, hvetur herskáa Palestínumenn til að láta af árásum á liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas forseta. Ástandið á Gasa-ströndinni hefur verið eldfimt frá því leiðtogi herskárra Palestínumanna féll í árás Ísraela í gær. 1.4.2006 19:15
Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinuð Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands voru sameinuð í gær. Formaður Vélstjórafélagsins segir þetta gert því félagsmenn séu í mörgum tilvikum með sama bakgrunn og starfi á sömu vinnustöðum. 1.4.2006 19:06
Atlantsolía hækkar líka Eina olíufélagið sem ekki hafði hækkað bensínverð fyrir helgi, Atlantsolía, fylgdi í fótspor hinna félaganna í dag og hækkaði verðið. Bensínlíterinn af níutíu og fimm oktana bensíni kostar nú tæpar hundrað og átján krónur hjá Atlantsolíu. Hann er á um hundrað og nítján krónur í sjálfsafgreiðslu hjá á bensínstöðvum Esso, Shell og Olís á höfuðborgarsvæðinu. 1.4.2006 19:02
Rice segir mistök hafa verið gerð í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ýmis mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina í Írak og eftirmála hennar en í grunninn hafi verið rétt að koma Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, frá völdum. Ráðherrann er staddur í heimsókn á Bretlandi, þar sem mótmælendur hafa fylgt henni eftir við hvert fótmál. 1.4.2006 18:45
Slökkviliðið er enn að á Mýrum Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess. 1.4.2006 18:36
Íranar gera tilraunir með ný flugskeyti Íransher gerði í gær tilraunir með nýja gerð af flugskeytum sem talið er að hægt verði að skjóta á skotmörk í Ísrael og herstöðvar Bandaríkjamanna við Persaflóann. Fregnir þess efnis valda nú Bandaríkjamönnum áhyggjum í ljósi kjarnorkudeilunnar við Írana sem enn er í hnút. 1.4.2006 18:00
Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu. 1.4.2006 17:54
Sinueldarnir farnir að loga aftur Sinueldarnir á Mýrum sem talið var að búið væri að slökkva hafa tekið sig upp á ný. Að sögn slökkviliðsins á svæðinu hefur slökkviliðið í Reykjavík, Akranesi og Borgarfirði verið kallað út á ný og þyrla Þyrluleigunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað hve mikill eldurinn er að svo stöddu en hann er töluverður og þar sem bætt hefur í vind af Norð-austan er erfitt að eiga við eldinn 1.4.2006 16:17
Nýtt lággjalda símafyrirtæki Fyrsta lággjalda símafyrirtækið á Íslandi hefur tekið til starfa. Símafyrirtækið Sko ætlar sér að bjóða einfaldari verðskrá og lægra verð í farsímaþjónustu. 1.4.2006 16:11
Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. 1.4.2006 13:20
Slökkvistarfi næstum lokið Tekist hefur að hemja eldhafið sem breiddist yfir hátt í hundrað ferkílómetra svæði á Mýrunum í fyrradag. Slökkvistarfi á Mýrum er nú að mestu lokið og fóru síðustu slökkviliðsmennirnir af svæðinu klukkan átta í morgun. Þó logar enn við Stóra-Kálfafell en á mjög afmörkuðu svæði og er það vaktað af bóndanum þar. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi gerðu haugsugur bænda útslagið í baráttunni ivð eldana en þeir stóðu íströngu í gær og nótt og dreifðu hlandfori og mykju á eldinn. 1.4.2006 12:34
Sex teknir fyrir hraðakstur Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Hafnarfirði í nótt og var sá sem greiðast ók á 140 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi en þar er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund. 1.4.2006 11:00
Fyrsti geimfari Brasilíu kominn í Alþjóðlegu geimstöðina Fyrsti geimfari Brasilíu gekk um borð í Alþjóðlegu geimstöðina í nótt þegar Sojus geimhylki hans lagði að stöðinni hlaðið birgðum og búnaði. Tveir dagar eru síðan hylkinu var skotið á loft. 1.4.2006 10:45
Eldflaugaárásir í Gasa-borg Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. 1.4.2006 10:30
Skipstjórinn yfirheyrður Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimmtíu og sjö manns drukknðu. Tveggja er enn saknað. Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi. 1.4.2006 10:15
Reyndi að stela byggingarefni Lögreglan í Reykjavík hafði hendur í hári manns í nótt sem var að hlaða byggingarefnum í kerru sem hann hugðist hafa á brott með sér. Talið er að maðurinn hafi ætlað að reyna að koma efninu í verð enda ekki vitað til þess að hann standi í stórframkvæmdum á heimili sínu. 1.4.2006 10:15
Eldar í rénun Bálið á Mýrum er heldur í rénun að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. Þrátt fyrir að talsverður eldur logi en á svæðinu eru slökkviliðsmenn vongóðir um að það takist að halda eldi frá mannvirkjum og byggðum bólum. 1.4.2006 10:00
MA borgar tæpar 2 milljónir Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og fulltrúi flokksins í útvarpsráði, segir RÚV mismuna þátttakendum í Gettu betur eftir búsetu. 1.4.2006 07:00