Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd 1. apríl 2006 13:20 Fulltrúar stúdenta fylgdust með ræðu Chriacs Frakklandsforseta í gær. MYND/AP Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi kynnti Frakklandsforseti þá ákvörðun sína að staðfesta lögin. Mótmælendur höfðu safnast saman í miðborg Parísar í gær til að hlýða á ræðu forsetans og heyra hvað hann hefði fram að færa. Chirac sagðist aðeins staðfesta lögin ef breytingar yrðu gerðar á tveimur umdeildum ákvæðum. Samkvæmt lögunum er atvinnurekendum heimilt að segja upp starfsfólki sem er yngra en 26 ára eftir tveggja ára reynslutíma og það án skýringa. Þessu vill forsetinn að verði breytt þannig að reynslutíminn verði eitt ár og atvinnurekendum verði gert að gefa skýringar á brottrekstri. Þegar varð ljóst að það sem forsetinn hafði fram að færa var ekki ásættanlegt í augum mótmælenda en engar fregnir hafa borist af alvarlegum átökum í nótt. Stjórnmálaskýrendur segja ákvörðun forsetans ekki gagnast neinum í þessari deilu. Þetta veiki stöðu Dominique de Villepin, forsætisráðherra, sem hafi barist fyrir því að lögin standi en stjórnvöld telji þau draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks sem er sögð ein helsta ástæðan fyrir óeirðunum í Frakklandi í fyrra. Ákvörðun forsetans er einnig talin eiga eftir að valda óánægju hjá þeim sem vilji gera breytingar í frönsku efnahagslífi og geri lítið til að lægja öldurnar meðal mótmælenda. Forystumenn verkalýðsfélaga segja að ræða forsetans breyti engu. Engu verði breytt hvað varðar áform um allsherjarverkfall sem hefur verið boðað í einn sólahring og á að hefjast á þriðjudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi kynnti Frakklandsforseti þá ákvörðun sína að staðfesta lögin. Mótmælendur höfðu safnast saman í miðborg Parísar í gær til að hlýða á ræðu forsetans og heyra hvað hann hefði fram að færa. Chirac sagðist aðeins staðfesta lögin ef breytingar yrðu gerðar á tveimur umdeildum ákvæðum. Samkvæmt lögunum er atvinnurekendum heimilt að segja upp starfsfólki sem er yngra en 26 ára eftir tveggja ára reynslutíma og það án skýringa. Þessu vill forsetinn að verði breytt þannig að reynslutíminn verði eitt ár og atvinnurekendum verði gert að gefa skýringar á brottrekstri. Þegar varð ljóst að það sem forsetinn hafði fram að færa var ekki ásættanlegt í augum mótmælenda en engar fregnir hafa borist af alvarlegum átökum í nótt. Stjórnmálaskýrendur segja ákvörðun forsetans ekki gagnast neinum í þessari deilu. Þetta veiki stöðu Dominique de Villepin, forsætisráðherra, sem hafi barist fyrir því að lögin standi en stjórnvöld telji þau draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks sem er sögð ein helsta ástæðan fyrir óeirðunum í Frakklandi í fyrra. Ákvörðun forsetans er einnig talin eiga eftir að valda óánægju hjá þeim sem vilji gera breytingar í frönsku efnahagslífi og geri lítið til að lægja öldurnar meðal mótmælenda. Forystumenn verkalýðsfélaga segja að ræða forsetans breyti engu. Engu verði breytt hvað varðar áform um allsherjarverkfall sem hefur verið boðað í einn sólahring og á að hefjast á þriðjudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira