Erlent

Skipstjórinn yfirheyrður

MYND/AP

Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að 57 manns drukknðu. Tveggja er enn saknað.

Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi. Eigendur snekkjunnar segja of marga hafa verið um borð en þrátt fyrir það hafi ferðaskrifstofan, sem leigði snekkjuna, krafist þess að siglt yrði úr höfn.

Skipið mun hafa mátt flytja að hámarki 100 farþega en talið er að þeir hafi verið hátt í 30 umfram það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×