Erlent

Eldflaugaárásir í Gasa-borg

Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Ísraelar halda því fram að Hamas-samtökin hafi notað völlinn til að þjálfa liðsmenn sína.

Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ísraelsher segir að mannlaus bygging hafi verið jöfnuð við jörðu í árásinni en herskáir Palestínumenn hafi notað hana sem skjól í eldflaugaárásum.

Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×