Fleiri fréttir

Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra

Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið.

Kom í leitirnar eftir tíu ár

Bandarísk stúlka, sem fyrir réttum áratug hvarf með öllu, birtist allt í einu í verslun í heimabæ sínum í fyrradag. Öryggisvörður í skólanum hennar hafði haldið henni í gíslingu á heimili sínu allan þennan tíma.

Sjávarútvegsráðherra ræddi við breskan starfsbróður sinn

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í dag fund í Lundúnum með Ben Bradshaw, breskum starfsbróður sínum, í kjölfar heimsóknar til helstu markaðsfyrirtækja Íslendinga á sviði sjávarútvegs, flutninga og matvælaframleiðslu.

Útboðið mistókst ekki

Lánasýsla ríkisins harmar það sem hún kallar neikvæðan fréttaflutning um nýlegt útboð ríkisbréfa og hafnar öllum fullyrðingum um að það hafi mistekist.

Leiðtogafundur hefst í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman til árlegs tveggja daga fundar í Brussel í dag. Meðal þess helsta sem verður á dagskrá eru efnahagsbætur í ríkjum sambandsins og samskipti sambandsins við Kína og Indland á sviði viðskipta.

Geir í Moskvu

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Fundurinn stendur fram á laugardag.

Rafrænar sjúkraskrár geta skipt sköpum

Bætt læknismeðferð vegna rafrænna sjúkraskráa getur bjargað mannslífum sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir á ráðstefnu um rafrænar sjúkraskrár í dag.

Gíslataka í Aþenu

Sérsveit lögreglunnar í Aþenu í Grikklandi hefur umkringt læknastöð þar sem fyrrverandi sjúklingur geðlæknis heldur þremur starfsmönnum í gíslingu. Maðurinn ruddist inn á stöðina vopnaður tveimur byssum rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004

ESSO hækkar bensínverðið

ESSO hefur hækkað bensínverð sitt um 2,50 krónur á lítrann og dísil um 1,50 krónur á lítrann. Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er nú 117,40 krónur. Samkvæmt vefjum hinna olíufélaganna fjögurra er algengt verð bensínlítrans á bilinu 113 til 115 krónur.

Fjármálaráðuneytið gagnrýnir skýrslu Danske Bank

Höfundar nýrrar skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf hafa ekki sérþekkingu á íslensku hagkerfi, sem kann að útskýra þær staðreynda- og greiningarvillur sem þar komi fram. Þetta segir í nýjasta eintaki Vefrits fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag.

Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný

Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrði hafnar innan tíu daga.

Mannskæðar árásir í Bagdad

Að minnsta kosti 25 féllu og tugir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad, höfuðborg Íraks í dag. Tíu hinna látnu voru lögreglumenn en mannskæðasta árásin var gerð á höfuðstöðvar lögreglunnar.

Ölvunarakstur algeng ástæða banaslysa

Ölvunarakstur orsakaði flest banaslys í umferðinni á síðasta ári og flest umferðarslys urðu í desembermánuði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um umferðarslys. Meirihluti umferðarslysa verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis eða helmingi fleiri en verða milli átta og níu á morgnana.

Fundin eftir 10 ára fjarveru

Bandarísk kona sem hvarf fyrir áratug þegar hún var á táningsaldri er fundin. Hún hafði verið í gíslingu hjá nágranna fjölskyldu hennar í tíu ár.

Gíslar í Írak frelsaðir

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak síðan í nóvember. Fjórði gíslinn fannst látinn fyrr í mánuðinum.

Garðplöntubændur hundóánægðir

Forsvarsmenn Félags garðplöntubænda lýstu megnri óánægju með tollasamning stjórnvalda við Evrópusambandið á fundi landbúnaðarnefndar í morgun. Hann felur í sér að tollvernd á trjám, runnum, fjölærum garðplöntum og sumarblómum fellur niður um næstu áramót.

Meirihlut kjósenda Samfylkingar vill aðildarviðræður við ESB

Mikill meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar vill að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Athygli vekur að ríflega þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er sama sinnis og aðeins um helmingur kjósenda Vinstri grænna er mótfallinn aðildarviðræðum.

Danskir fjárfestar óttast um hag sinn

Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins. Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað.

Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað

Formaður Rafiðnaðarsambandsins segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum.

20 prósent nefnda bara skipaðar körlum

Ráðherrar hafa skipað nær 1.600 manns í nefndir síðan í nóvember 2004, að meðaltali um hundrað í hverjum mánuði. Fimmta hver nefnd er aðeins skipuð körlum.

Samgönguáætlun endurskoðuð nú þegar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að fjármagn til verkefna á höfuðborgarsvæðinu verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er. Ályktun þessa efnis var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.

Vilja húsnæðið fyrir félagsstarf aldraðra

Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum við Sóknarnefnd Útskálakirkju um leigu eða kaup á húsnæðinu Sæborgu undir félagsstarf fyrir aldraða. Tillaga um slíkt kom frá fulltrúum F-lista, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, að því er Víkurfréttir greina frá.

ETA ítrekar vopnahléstilkynningu

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa í morgun sent frá sér aðra yfirlýsingu sem staðfestir þá ætlan samtakanna að leggja niður vopn fyrir fullt og allt frá og með morgundeginum.

Heilsársvegur um Dettifoss

Heilsársvegur verður lagður framhjá Dettifossi innan skamms. Vegurinn verður 50 km langur vestan Jökulsár á Fjöllum og mun kosta um einn milljarð króna. Fyrirhugað var að vegurinn yrði boðinn út í maí næstkomandi en nú hefur komið á daginn að fara þarf í gegnum sérstakt skipulagsferli vegna þess að svæðið er friðað. Þetta mun seinka fyrirætlunum eitthvað. Vegurinn mun liggja um Skútustaðahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduneshrepp í Norður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt frummatsskýrslu telst hann mikil bót í ferðaþjónustu en mikil sjónmengun hefur orðið af ryki frá núverandi malarvegi, sérstaklega í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þá hefur aðeins verið fært um þessar slóðir hluta úr árinu. Árið 2000 var ársdagsumferð á núverandi vegi norðan Dettifoss 101 bíll á dag en sunnan Dettifoss 79 bílar á dag. Framkvæmdir eru háðar mati á umhverfisáhrifum en fyrstu athuganir benda til að umhverfisáhrif verði ekki veruleg. Þó má nefna að framkvæmdin hefur neikvæð áhrif á landnotkun, menningarminjar, gróður, fugla, jarðmyndanir og landslag. Markmið framkvæmdarinnar er að stuðla að farsælli þróun og vaxandi ferðamennsku á svæðinu. Styrkja byggðalög í Þingeyjarsýslum með bættu vegasambandi milli byggðakjarna. Þá mun nýr vegur bæta samgöngur og umferðaröryggi. Vegurinn verður byggður í þremur hlutum. Heildarkostnaður er um einn milljarður króna og er vegurinn kominn á sangönguáætlun. Vonast er til að hann verðir boðinn út í sumar eða haust og framkvæmdir hefjist skömmu seinna.

Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil

Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju.

Sonia Gandhi segir af sér

Sonia Gandhi, leiðtogi Kongress-flokksins á Indlandi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og hætta nefndarstörfum fyrir flokk sinn. Hún ætlar sér þó að bjóða sig aftur fram til þings í næstu kosningum.

Sjálfsvígsárás í Bagdad

Að minnsta kosti 15 féllu og 32 særðust þegar bílasprengja sprakk nálægt höfuðstöðvum írösku lögreglunnar í Bagdad í morgun. Svo virðist sem um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða.

Skipi smyglara sökkt

Ástralski flugherinn sökkti í morgun norðurkóresku flutningaskipi sem tekið var árið 2003 og flutt til hafnar. Skipið var notað til að smygla rúmum 125 kílóum af heróíni til Ástralíu.

Svar við því af hverju fuglaflensa smitast ekki

Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið skýringuna á því af hverju fuglaflensa smitast ekki milli manna. Flensuveirur leggist oftast á frumur ofarlega í öndunarvegi manna og þar með aukist líkurnar á því að venjulegar flensur berist milli manna við hósta og hnerra. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að fuglaflensuveiran leggist á frumur lengra niðri í öndunarvegi fólks.

Gíslar í Írak frelsaðir

Fjölþjóðlegu liði hermanna tókst í dag að frelsa þrjá starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka, sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak frá í nóvember. Breska sendiráðið greindi frá þessu í morgun.

Stúdentar í Belgíu mótmæla

Mörg hundruð stúdentar þrömmuðu um götur Brussel-borgar í Belgíu í gær til að mótmæla lagafrumvarpi þar í landi sem gengur út á að fækka erlendum stúdentum í belgískum háskólum.

Slökktu eld með snarræði

Íbúar í húsi við Reynigrund í Kópavogi náðu með snarræði að slökkva eld sem gaus upp í uppþvottavél, áður en hann næði að breiða sig um húsið. Slökkvilið kom á vettvang og reykræsti húsið, en litlar skemmdir urðu af eldinum sjálfum.

Rúta hrapaði eitt hundrað metra niður fjallshlíð

Að minnsta ellefu biðu bana og fimm slösuðust þegar rúta með ferðamenn innanborðs hrapaði meira en hundrað metra niður fjallshlíð í Chile í gær. Talið er að flestir hinna látnu séu Bandaríkjamenn. Ekki er vitað hvað olli slysinu en að sögn lögreglunnar á svæðinu er fjallvegurinn sem rútan ók eftir afar skrykkjóttur.

Neyðarástand við Hvíta húsið í Washington í gær

Neyðarástand skapaðist við Hvíta húsið í Washington í gær þegar maður henti pakka, sem talinn var innihalda sprengju, inn á lóð hússins. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang sem notuðust við lítið vélmenni til að athuga innihald pakkans, og um klukkustund síðar sögðust þeir hafa gengið úr skugga um að engin hætta væri á ferðum.

Ráðist á leigubílstjóra í nótt

Ölvaður maður réðst á leigubílstjóra á Akureyri í nótt, en bílstjórinn slapp ómeiddur út úr ryskingunum og gerði lögreglu viðvart. Hún fann manninn á gangi skömmu síðar og vistaði hann í fangageymslum í nmótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni, því hann var búinn að borga bílinn þegar hann missti stjórn á skapi sínu.

Óþreyjufullur eftir að mál þokist í átt til friðar

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er orðinn óþreyjufullur eftir því að mál þokist í átt til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í viðtali við ísraelska fjölmiðla í gær sagðist hann ekki ætla að bíða endalaust eftir því að Hamas-samtökin, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Palestínu fyrr á árinu, viðurkenni Ísraelsríki svo eiginlegar friðarviðræður geti hafist.

Bíll hafnaði ofan í fjöru

Minnstu munaði að fólksbíll með fjórum mönnum í, hafnaði ofan í fjöru við Arnarneshamar á Súðavíkurvegi undir kvöld í gær, þegar ökumaður hans missti stjórn á honum.

Danskir fjárfestar óttast um hag sinn

Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi óttast nú um hag sinn, að sögn Jótlandspóstsins.

Lítið þokast í viðræðum

Lítill sem enginn árangur var í gær af fundi þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar þær hittust til að ræða málefni Írans.

Kjaranefnd ákvarði laun embættismanna

Stjórnarfrumvarp til laga um kjararáð verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Í því er gert ráð fyrir að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og mun það ákveða laun forseta, ráðherra, þingmanna og dómara. Nefnd allra þingflokka sem ríkistjórnin skipaði 30. janúar síðast, til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd skilaði inn niðustöðum sínum í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir