Innlent

Mannréttindaskrifstofa fær rúman helming styrktarfjár

MYND/Stefán

Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk rúmlega helming þess fjár sem dómsmálaráðherra úthlutaði í styrki til verkefna á sviði mannréttindamála. Auglýst var eftir umsóknum um styrkina og voru alls voru átta milljónir króna til úthlutunar. Mannréttindaskrifstofan hlaut 4,6 milljónir króna en næsthæsti styrkur rann til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna. Þá fengu Félag heyrnarlausra, Heimili og skóli, Félag guðfræðinema, Ísland - Panorama, Ungmennafélag Íslands og Mannréttindanefnd ELSA á bilinu hundrað til fimm hundruð þúsund krónur í styrk til verkefna á sviði mannréttindamála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×