Innlent

Verulegir annmarkar á málsmeðferð við skipan ráðuneytisstjóra

Verulegir annmarkar voru á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipaði Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í ágúst 2004. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis fyrir Helgu Jónsdóttur, sem einnig sótti um starfið.



H
elga Jónsdóttir var meðal þeirra þriggja umsækjenda um starfið sem þóttu hæfastir auk Ragnhildar Arnljótsdóttur, sem fékk stöðuna. Eftir að hún sætti sig ekki við rökstuðning ráðherra fyrir ákvörðuninni kvartaði hún til umboðsmanns Alþingis. Þar kvartaði hún m.a. yfir því að niðurstaða ráðherra í málinu gæti ekki talist rétt ef litið væri til þeirra atriða sem fram kæmu í rökstuðningi hans, með öðrum orðum að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið valinn.

Umboðsmaður kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að félagsmálaráðherra hafi ekki ekki sýnt fram á að ákvörðun hans um að skipa Ragnhildi í starf ráðuneytisstjóra hafi uppfyllt þær kröfur sem leiða af almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda. Verulegir annmarkar séu á málsmeðferðinni.


Þá segir umboðsmaður málið úr sínum höndum en það sé dómstóla að fjalla um hugsanlega bótaábyrgð ríkisins. Rætt verður við Helgu í Íslandi í dag eftir fréttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×