Innlent

Varnarliðið byrjað að taka niður varnarbúnað

MYND/Teitur Jónasson

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segist hafa fyrir því heimildir að varnarliðið sé byrjað að taka niður hluta af varnarbúnaðinum á Keflavíkurflugvelli, og að það kunni að lama mikilvæg öryggiskerfi á vellinum.

Guðmundur segist óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar kunni að lamast við brotthvarf Varnarliðsins og bendir á að allt rafkerfið á Vellinum sé keyrt í gegn um spenna Varnarliðsins. Þaðan fari rafmagn í flugturninn, flugbrautarkerfin, símkerfið og önnur öryggiskerfi á vellinum.

Guðmundur segir að Varnarliðið líti svo á að þetta sé allt hluti af varnarbúnaðinum. Í ályktun Rafiðnaðarsambandsins frá í gærkvöldi segir að hér sé um að ræða grundvallaröryggisatriði fyrir Ísland og samksipti landsins við umheiminn. Ekki fékkst staðfest á Keflavíkurflugvelli í morgun hvort eða hvaða búnað verið væri að taka niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×