Innlent

Jóhannes í Bónus kallar Baugsmálið fjögurra ára apaspil

Jóhannes Jónsson í Bónus í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári.
Jóhannes Jónsson í Bónus í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. MYND/E. Ól.

Jóhannes Jónsson í Bónus mætti til skýrslutöku til Ríkislögreglustjóra í morgun, harðákveðinn í að tjá sig ekki við starfsmenn embættisins, og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil. Tilefni skýrslutökunnar er athugun sérstaks ríkissaksóknara á þeim 32 ákæruliðum, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í október, og eftir á að ákveða hvort ákært verði í að nýju. Jóhannes mætti til skýrslutöku með skrifaða yfirlýsingu í hönd. Þar ítrekar hann sakleysi sitt í málinu, sakar starfmenn Ríkislögreglustjóra um að hafa allt annað að markmið við vinnu sína en að leiða hit rétta í ljós og rekur kaup Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, á sláttuvélartraktor, og segir þau eðlileg kaup fyrir reikning Tryggva. Að öðru leiti en með yfirlýsingunni, kaus Jóhannes að tjá sig ekki við starfsmenn Ríkislögreglustjóra og sagði Baugsmálið fjögurra ára apaspil í samtali við fréttamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×