Innlent

Ekki ljóst hvenær varnarviðræður hefjast á ný

MYND/Vísir

Ekki er enn ljóst hvenær varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast að nýju. Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á laugardaginn síðasta að viðræður yrðu hafnar innan tíu daga.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er búist við því að Bandaríkjamenn sendi viðræðunefnd hingað til lands. Geir H. Haarde er hins vegar staddur í Rússlandi núna og ekki væntanlegur aftur til landsins fyrr en á laugardag svo viðræður hefjast líklega ekki fyrr en eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×