Innlent

Byrjað á hátt í 1300 íbúðum í borginni í fyrra

MYND/Vilhelm

Hafin var smíði á hátt í þrettán hundruð íbúðum í borginni á síðasta ári sem er met eftir því sem fram kemur í skýrslu byggingarfulltrúa sem kynnt var í borgarráði í dag. Lokið var við smíði 782 íbúða á síðasta ári samkvæmt skýrslunni. Þar kemur einnig fram að íbúðarhúsnæði var um helmingur alls húsnæðis sem fullgert var á árinu í fermetrum talið. Vörugeymslur og bílskúrar námu 16 prósentum húsnæðis, verslunar- og skrifstofuhúsnæði 15 prósentum, stofnanahúsnæði 13 prósentum og um sex prósent nýbygginga í Reykjavík í fyrra var iðnaðarhúsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×