Innlent

Danskir fjárfestar óttast um hag sinn

Danskir fjárfestar, sem að undanförnu hafa veðjað á uppgang efnahagslífsins á Íslandi, óttast nú um hag sinn að sögn Jótlandspóstsins.

Þeir hafa meðal annars gefið út svonefnd krónubréf fyrir röska sjö milljarða íslenskra króna og rekur blaðið dæmi um hvernig þau hafa nú þear rýrnað.

Óróa meðal danskra fjárfesta má fyrst og fremst rekja til greiningar Danske Bank á íslensku efnahagslífi fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×