Innlent

Óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar lamist

MYND/Vísir

Rafiðnaðarsambandið óttast að flest öryggiskerfi Keflavíkurflugvallar kunni að lamast við brotthvarf Varnarliðsins og bendir á að allt rafkerfið á Vellinum sé keyrt í gegn um spenna Varnarliðsins. Þaðan fari rafmagn í flugturninn, flugbrautarkerfin, símkerfið og önnur öryggiskerfi á vellinum. Í ályktun Rafiðnaðarsambandsins segir að hér sé um að ræða grundvallaratriði fyrir Ísland og samskipti við umheiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×