Fleiri fréttir Tveir létust í Kína af völdum fuglaflensu Tveir í viðbót hafa látist í Kína af völdum fuglaflensunnar, að því er Alþjóða heilbrigðisstofnunin greinir frá, en þeir létust í síðasta mánuði. Þá var sex ára gamall drengur fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús í Hunan-héraði í Kína í fyrradag og var fullyrt að veikindin stöfuðu af fuglaflensuveirunni. 11.1.2006 10:30 Ítalir skammast sín meira fyrir fitu en framhjáhald Ítalir skammast sín meira fyrir að fitna en að halda fram hjá. Þetta er niðurstaða könnunar ítalsks sálfræðitímarits þar sem eitt þúsund manns á aldrinum 25 til 55 ára voru spurðir hvað vekti hjá þeim mesta sektarkennd. 11.1.2006 10:15 Stærsta farþegaflugvél heims í heimsreisu Stærsta farþegaflugvél heims, Airbus A380, lenti í norðausturhluta Kólumbíu í gær en vélin er í reynsluflugi um þessar mundir og flýgur til hinna ýmsu staða í heiminum. Flugvélin er gríðarlega stór, yfir 70 metrar á lengd en ekki þó eins löng og vængirnir sem eru um 80 metrar á lengd. 11.1.2006 10:00 Stjórn BÍ kannar hugsanlegan þátt DV í sjálfsvíginu Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, segir á vefsíðu félagsins að stjórn þess muni kanna hvort eða hvaða þátt DV átti í því að karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi á Ísafirði í gær. 11.1.2006 09:34 Vatnsskortur yfirvofandi í Frakklandi Umhverfisráðherrar Frakklands og Spánar hafa áhyggjur af breytingum á loftslagi, þurrkum, gróðureldum og vatnsskorti á svæðinu. Vatnsstaðan í Frakklandi hefur verið erfið eftir hitabylgju árið 2003 og litla úrkomu árin 2004 og 2005. 11.1.2006 09:21 Réttað yfir kanadískum táningi á Guantanamo Réttarhöld hefjast í dag yfir kanadískum táningi sem haldið er í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu en hann er meðal annars sakaður um að hafa drepið bandarískan hermann í Afganistan. 11.1.2006 08:50 150 kíló af kókaíni um borð í skútu Lögreglan í Venesúela fann um það bil 150 kíló af kókaíni um borð í seglskútu við Margarítu-eyju í gær, um 320 kílómetra norðaustur af Karakas, höfuðborg landsins. Eigandi eiturlyfjanna var Þjóðverji sem sigldi undir belgískum fána. 11.1.2006 08:15 Sharon ekki lengur í bráðri lífshættu Ísraelar bíða nú í ofvæni eftir fréttum af líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins, sem haldið hefur verið sofandi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudag í síðustu viku. Sharon er ekki lengur talinn í bráðri lífshættu og segja læknar hann hafa sýnt skýr merki um bata er hann hreyfði vinstri hönd sína í gær. 11.1.2006 08:00 Of snemmt að segja hvort loðnustofninn sé hruninn Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir of snemmt að kveða upp úr um það hvort loðnustofninn sé hruninn. Hann hefur engu að síður áhyggjur af því að engin loðna hafi fundist og segir að verulegt magn þurfi að finnast af henni til þess að hægt sé að mæla með veiðum. 11.1.2006 08:00 Nýr kjarasamningur stætóbílstjóra undirritaður Fulltrúar strætóbílstjóra í Reykjavík og Strætó undirrituðu nýjan kjarasamning í gær sem borinn verður undir atkvæði bílstjóranna á næstunni. Samningurinn er sagður á sömu nótum og borgin samdi nýverið um við Starfsmannafélag borgarinnar. 11.1.2006 07:58 Yfir 2000 kjúklingar drepast á Trínidad Yfir tvö þúsund kjúklingar hafa drepist á karabísku eyjunni Trínidad á síðustu fimm dögum. Mikil skelfing hefur gripið um sig meðal íbúa eyjunnar. 11.1.2006 07:54 Íbúinn kveikti sjálfur í Íbúi í íbúðinni sem eyðilagðist í eldi í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi í fyrrinótt kveikti sjálfur í. Hann gaf sig fram við lögregluna og játaði verknaðinn án skýringa. Faðir mannsins er skráður eigandi íbúðarinnar. Líklegt má telja að maðurinn verði ákærður bæði fyrir eignaspjöll og að hafa stofnað lífi nágranna í hættu. 11.1.2006 07:13 Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðun Írana Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna hafa margar hverjar fordæmt ákvörðun Íransstjórnar um að halda áfram með kjarnorkurannsóknir sínar. Vöruðu þær Írana við að Sameinuðu þjóðirnar gætu refsað stjórnvöldum með einhverjum hætti. 11.1.2006 07:03 Tæplega nítjánþúsund manns hafa mótmælt Rúmlega átjánþúsund og sjöhundruð manns hafa undirritað mótmæli gegn ritstjórnarstefnu DV í dag á Deiglunni. Um tíma komust færri að síðunni en vildu og hrundi hún vegna of mikils álags. Síðan verður opin áfram á morgun. 11.1.2006 00:00 Mikill verðmunur á fiski Mikill verðmunur er á fiski milli verslana samkvæmt kverðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði þriðjudaginn 10. janúar síðast liðinn. Mestur er munurinn 111% á heilli hausaðri rauðsprettu sem kostaði frá 375 krónum upp í 790 krónur. Minnstur var munurinn 22% á reyktum ýsuflökum þar sem lægsta verð var 980 krónur en það hæsta var 1198 krónur. Kannað var verð á 27 ferskum fisktegundum í fiskbúðum og stórmörkuðum sem hafa fiskborð í verslunum sínum. Verðið var oftast lægst í FiskbúðinniÁrbjörgu, Hringbraut og í Fiskbúðinni okkar við Smiðjuveg en oftast dýrast í Fiskbúðinni Vör, Höfðabakka. 11.1.2006 00:00 Ríkissaksóknari fær málið á morgun Mál Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, vegna sjóslyssins á Viðeyjarsundi, verður sent til Ríkissaksóknara á morgun. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. 10.1.2006 21:14 Síðbúnar þrettándabrennur í kvöld Þrettándanum var fagnað með þremur brennum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld, en ekki var hægt að kveikja í þeim á föstudaginn var vegna veðurs. Seltirningar kveiktu í brennu á Valhúsahæð og lögðu fjölmargir leið sína þangað þrátt fyrir nokkurn kulda. Safnast var saman við Mýrarhúsaskóla og þaðan gengið fylktu liði undir lúðrablæstri upp á hæðina. 10.1.2006 23:30 Fjórir slösuðust í sprengingu Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar gassprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Utrecht í Hollandi í dag. Sprengingin varð í mannlausri lyfjaverslun. 10.1.2006 23:00 Íranir rufu innsiglin Kjarnorkuáætlun Írana er komin af stað á nýjan leik, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu til mikillar gremju. Vesturlönd óttast að Íranar ætli að þróa kjarnavopn en þeir sverja og sárt við leggja að vinnslan sé í friðsamlegum tilgangi. 10.1.2006 22:30 Nýr samningur hjá Strætó Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Strætó bs. hafa skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk Strætós. Fram kemur á heimasíðu Strætós að nýi samningurinn sé í öllum meginatriðum sambærilegur og áþekkur samningi Reykjavíkurborgar og starfsmannafélagsins, en aðilar hafa þó litið til sérstöðu starfseminnar og aðlagað samninginn að því. 10.1.2006 22:30 Lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga 12 vikna barni Fertugur karlmaður, sem nauðgaði 12 vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að gæta barnsins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. 10.1.2006 22:24 Seinheppinn bankaræningi Seinheppinn ræningi í Salt Lake City í Bandaríkjunum skipulagði rán illa og uppskar í samræmi við það. 10.1.2006 22:20 Kjarnorkuáætlun Írana af stað á ný Kjarnorkuáætlun Írana er komin af stað á nýjan leik, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu til mikillar gremju. Vesturlönd óttast að Íranar ætli að þróa kjarnavopn en þeir sverja og sárt við leggja að vinnslan sé í friðsamlegum tilgangi. 10.1.2006 22:17 Kærir líklega ekki Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er betur þekktur, þykir ólíklegt að hann kæri þann sem gaf honum glóðarauga um helgina. Árásarmaðurinn hefur beðið hann afsökunar. 10.1.2006 22:15 Fjórir slösuðust í gassprengingu í verslunarmiðstöð í Hollandi Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar gassprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Utrecht í Hollandi í dag. 10.1.2006 22:09 Ríkisstjórn Úkraínu situr áfram þrátt fyrir vantraust Úkraínska þingið samþykkti í dag vantraust á ríkisstjórn landsins. Yushchenko forseti telur aðgerðir þingsins brjóta í bága við stjórnarskrá og ætlar að freista þess að fá atkvæðagreiðsluna ógilta. 10.1.2006 21:58 Stjórnin kölluð saman Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann. Formaður Blaðamannafélagsins hyggst kalla saman stjórn félagsins af þessu tilefni. 10.1.2006 21:52 Skipan fjölmiðlanefndar í uppnámi Menntamálaráðherra getur ekki skipað fulltrúa allra þingflokka í nýja fjölmiðlanefnd, sem á að semja drög að fjölmiðlalögum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sent ráðherra bréf, þar sem þess er krafist að málefni Ríkisútvarpsins verði rædd í nefndinni, en að öðrum kosti hyggst stjórnarandstaðan ekki tilnefna fulltrúa í hana. 10.1.2006 21:45 Ók á ljósastaur Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Hafnavegi, nálægt aðalhliðinu hjá Varnarliðinu á Miðnesheiði snemma kvölds. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. 10.1.2006 21:44 Kveikt í þrettándabrennum í kvöld Þrettándanum var fagnað með þremur brennum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, en ekki var hægt að kveikja í þeim á föstudaginn var vegna veðurs. 10.1.2006 21:24 Smygluðu milljónum sígarettna Þrír norskir skipstjórar og einn íslenskur hafa játað smygl á nærri tveimur milljónum sígarettna og fleiri þúsundum lítra af áfengi til Noregs. Smyglvarninginn keyptu skipstjórarnir, sem starfa á tveimur norskum fragtskipum, í Hollandi og Þýskalandi. 10.1.2006 21:21 Fékk heillaskeyti frá forsætisráðherra 300 þúsundasti landsmaðurinn kom í heiminn í gær en það var drengur sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu foreldrana og drenginn á fæðingardeild Landsspítalans klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 10.1.2006 20:45 Úthlutað fyrir lok umsóknarfrests Umhverfisráðherra hefur úthlutað Náttúrufræðistofnun 6,6 milljónum króna úr veiðikortasjóði þrátt fyrir að umsóknafrestur um styrki úr sjóðnum sé ekki runninn út. 10.1.2006 20:14 300 milljóna borhola skilar engu Tvær borholur Reykjanesvirkjunar virðast ekki ætla að skila neinni orku en sú dýrari kostaði yfir þrjúhundruð milljónir króna. Engu að síður stefnir í að virkjunin verði gangsett á fullu afli þann 1. maí næstkomandi. 10.1.2006 20:03 Svik og prettir vísindamannsins Svik og prettir er einkunnin sem verk Hwangs Woos-suks, eins virtasta fræðimanns heims á sviði stofnfrumurannsókna fékk í dag. Þetta er áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum, segir íslenskur sérfræðingur á þessu sviði. 10.1.2006 19:30 Álagningarprósentan lækkar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun. 10.1.2006 19:26 Starfslokasamningur stöðvaði kjarasamning Starfslokasamningur forstjóra FL-group varð til þess að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sleit samningaviðræðum við Icelandair um að lækka áhafnakostnað vegna leiguflugs. Flugmönnum þótti í ljósi kringumstæðna ekki við hæfi að halda áfram viðræðum. 10.1.2006 19:12 Nýr framkvæmdastjóri ráðinn áður en sá fyrri var rekinn Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins gekk frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra í síðustu viku - áður en Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær. Arnþór var varaður við að tjá sig um málið við fjölmiðla og hótað með því að slíkt hefði neikvæð áhrif á starfslokasamning hans. 10.1.2006 18:54 Ker vill selja Esso Ker ætlar að selja Olíufélagið hf. Helstu ástæður þessa eru að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, að efnahagsástandið sé hagstætt og margir hafi getu til að kaupa félagið, en ekki síður að eigendur Kers hafi hug á að auka fjárfestingar sínar erlendis. 10.1.2006 18:44 Græddi 25 milljónir á sólarhring Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring. 10.1.2006 18:39 Svipti sig lífi eftir ásakanir um kynferðisbrot Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. 10.1.2006 18:30 Gestkvæmt hjá nýbura Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri voru ekki einu ráðamennirnir sem heimsóttu son Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem varð 300 þúsundasti landsmaðurinn í dag. Það gerði líka Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ - heimabæ drengsins, og hann kom færandi gjafir. 10.1.2006 17:45 Ók á 132 kílómetra hraða Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjanesbæ í morgun. Sá sem hraðar ók var á 132 kílómetra hraða þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði en hinn á 116 kílómetra hraða, einnig á vegi þar sem má hraðast aka á 90 kílómetra hraða. 10.1.2006 17:43 Svipti sig lífi eftir umfjöllun DV Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann. Nánar verður sagt frá þessu í fréttum NFS klukkan hálf sjö. 10.1.2006 17:34 Átján umferðaróhöpp í dag Fjórtán umferðaróhöpp og eitt umferðarslys hafa verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík frá því á hádegi í dag og alls átján frá því í morgun. Meiðslin í eina umferðarslysinu voru minniháttar en annars hefur þetta verið meiðslalaust. 10.1.2006 17:24 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir létust í Kína af völdum fuglaflensu Tveir í viðbót hafa látist í Kína af völdum fuglaflensunnar, að því er Alþjóða heilbrigðisstofnunin greinir frá, en þeir létust í síðasta mánuði. Þá var sex ára gamall drengur fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús í Hunan-héraði í Kína í fyrradag og var fullyrt að veikindin stöfuðu af fuglaflensuveirunni. 11.1.2006 10:30
Ítalir skammast sín meira fyrir fitu en framhjáhald Ítalir skammast sín meira fyrir að fitna en að halda fram hjá. Þetta er niðurstaða könnunar ítalsks sálfræðitímarits þar sem eitt þúsund manns á aldrinum 25 til 55 ára voru spurðir hvað vekti hjá þeim mesta sektarkennd. 11.1.2006 10:15
Stærsta farþegaflugvél heims í heimsreisu Stærsta farþegaflugvél heims, Airbus A380, lenti í norðausturhluta Kólumbíu í gær en vélin er í reynsluflugi um þessar mundir og flýgur til hinna ýmsu staða í heiminum. Flugvélin er gríðarlega stór, yfir 70 metrar á lengd en ekki þó eins löng og vængirnir sem eru um 80 metrar á lengd. 11.1.2006 10:00
Stjórn BÍ kannar hugsanlegan þátt DV í sjálfsvíginu Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, segir á vefsíðu félagsins að stjórn þess muni kanna hvort eða hvaða þátt DV átti í því að karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi á Ísafirði í gær. 11.1.2006 09:34
Vatnsskortur yfirvofandi í Frakklandi Umhverfisráðherrar Frakklands og Spánar hafa áhyggjur af breytingum á loftslagi, þurrkum, gróðureldum og vatnsskorti á svæðinu. Vatnsstaðan í Frakklandi hefur verið erfið eftir hitabylgju árið 2003 og litla úrkomu árin 2004 og 2005. 11.1.2006 09:21
Réttað yfir kanadískum táningi á Guantanamo Réttarhöld hefjast í dag yfir kanadískum táningi sem haldið er í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu en hann er meðal annars sakaður um að hafa drepið bandarískan hermann í Afganistan. 11.1.2006 08:50
150 kíló af kókaíni um borð í skútu Lögreglan í Venesúela fann um það bil 150 kíló af kókaíni um borð í seglskútu við Margarítu-eyju í gær, um 320 kílómetra norðaustur af Karakas, höfuðborg landsins. Eigandi eiturlyfjanna var Þjóðverji sem sigldi undir belgískum fána. 11.1.2006 08:15
Sharon ekki lengur í bráðri lífshættu Ísraelar bíða nú í ofvæni eftir fréttum af líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra landsins, sem haldið hefur verið sofandi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudag í síðustu viku. Sharon er ekki lengur talinn í bráðri lífshættu og segja læknar hann hafa sýnt skýr merki um bata er hann hreyfði vinstri hönd sína í gær. 11.1.2006 08:00
Of snemmt að segja hvort loðnustofninn sé hruninn Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir of snemmt að kveða upp úr um það hvort loðnustofninn sé hruninn. Hann hefur engu að síður áhyggjur af því að engin loðna hafi fundist og segir að verulegt magn þurfi að finnast af henni til þess að hægt sé að mæla með veiðum. 11.1.2006 08:00
Nýr kjarasamningur stætóbílstjóra undirritaður Fulltrúar strætóbílstjóra í Reykjavík og Strætó undirrituðu nýjan kjarasamning í gær sem borinn verður undir atkvæði bílstjóranna á næstunni. Samningurinn er sagður á sömu nótum og borgin samdi nýverið um við Starfsmannafélag borgarinnar. 11.1.2006 07:58
Yfir 2000 kjúklingar drepast á Trínidad Yfir tvö þúsund kjúklingar hafa drepist á karabísku eyjunni Trínidad á síðustu fimm dögum. Mikil skelfing hefur gripið um sig meðal íbúa eyjunnar. 11.1.2006 07:54
Íbúinn kveikti sjálfur í Íbúi í íbúðinni sem eyðilagðist í eldi í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi í fyrrinótt kveikti sjálfur í. Hann gaf sig fram við lögregluna og játaði verknaðinn án skýringa. Faðir mannsins er skráður eigandi íbúðarinnar. Líklegt má telja að maðurinn verði ákærður bæði fyrir eignaspjöll og að hafa stofnað lífi nágranna í hættu. 11.1.2006 07:13
Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðun Írana Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna hafa margar hverjar fordæmt ákvörðun Íransstjórnar um að halda áfram með kjarnorkurannsóknir sínar. Vöruðu þær Írana við að Sameinuðu þjóðirnar gætu refsað stjórnvöldum með einhverjum hætti. 11.1.2006 07:03
Tæplega nítjánþúsund manns hafa mótmælt Rúmlega átjánþúsund og sjöhundruð manns hafa undirritað mótmæli gegn ritstjórnarstefnu DV í dag á Deiglunni. Um tíma komust færri að síðunni en vildu og hrundi hún vegna of mikils álags. Síðan verður opin áfram á morgun. 11.1.2006 00:00
Mikill verðmunur á fiski Mikill verðmunur er á fiski milli verslana samkvæmt kverðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði þriðjudaginn 10. janúar síðast liðinn. Mestur er munurinn 111% á heilli hausaðri rauðsprettu sem kostaði frá 375 krónum upp í 790 krónur. Minnstur var munurinn 22% á reyktum ýsuflökum þar sem lægsta verð var 980 krónur en það hæsta var 1198 krónur. Kannað var verð á 27 ferskum fisktegundum í fiskbúðum og stórmörkuðum sem hafa fiskborð í verslunum sínum. Verðið var oftast lægst í FiskbúðinniÁrbjörgu, Hringbraut og í Fiskbúðinni okkar við Smiðjuveg en oftast dýrast í Fiskbúðinni Vör, Höfðabakka. 11.1.2006 00:00
Ríkissaksóknari fær málið á morgun Mál Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, vegna sjóslyssins á Viðeyjarsundi, verður sent til Ríkissaksóknara á morgun. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu. 10.1.2006 21:14
Síðbúnar þrettándabrennur í kvöld Þrettándanum var fagnað með þremur brennum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld, en ekki var hægt að kveikja í þeim á föstudaginn var vegna veðurs. Seltirningar kveiktu í brennu á Valhúsahæð og lögðu fjölmargir leið sína þangað þrátt fyrir nokkurn kulda. Safnast var saman við Mýrarhúsaskóla og þaðan gengið fylktu liði undir lúðrablæstri upp á hæðina. 10.1.2006 23:30
Fjórir slösuðust í sprengingu Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar gassprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Utrecht í Hollandi í dag. Sprengingin varð í mannlausri lyfjaverslun. 10.1.2006 23:00
Íranir rufu innsiglin Kjarnorkuáætlun Írana er komin af stað á nýjan leik, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu til mikillar gremju. Vesturlönd óttast að Íranar ætli að þróa kjarnavopn en þeir sverja og sárt við leggja að vinnslan sé í friðsamlegum tilgangi. 10.1.2006 22:30
Nýr samningur hjá Strætó Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Strætó bs. hafa skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk Strætós. Fram kemur á heimasíðu Strætós að nýi samningurinn sé í öllum meginatriðum sambærilegur og áþekkur samningi Reykjavíkurborgar og starfsmannafélagsins, en aðilar hafa þó litið til sérstöðu starfseminnar og aðlagað samninginn að því. 10.1.2006 22:30
Lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga 12 vikna barni Fertugur karlmaður, sem nauðgaði 12 vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að gæta barnsins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. 10.1.2006 22:24
Seinheppinn bankaræningi Seinheppinn ræningi í Salt Lake City í Bandaríkjunum skipulagði rán illa og uppskar í samræmi við það. 10.1.2006 22:20
Kjarnorkuáætlun Írana af stað á ný Kjarnorkuáætlun Írana er komin af stað á nýjan leik, Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu til mikillar gremju. Vesturlönd óttast að Íranar ætli að þróa kjarnavopn en þeir sverja og sárt við leggja að vinnslan sé í friðsamlegum tilgangi. 10.1.2006 22:17
Kærir líklega ekki Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er betur þekktur, þykir ólíklegt að hann kæri þann sem gaf honum glóðarauga um helgina. Árásarmaðurinn hefur beðið hann afsökunar. 10.1.2006 22:15
Fjórir slösuðust í gassprengingu í verslunarmiðstöð í Hollandi Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar gassprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Utrecht í Hollandi í dag. 10.1.2006 22:09
Ríkisstjórn Úkraínu situr áfram þrátt fyrir vantraust Úkraínska þingið samþykkti í dag vantraust á ríkisstjórn landsins. Yushchenko forseti telur aðgerðir þingsins brjóta í bága við stjórnarskrá og ætlar að freista þess að fá atkvæðagreiðsluna ógilta. 10.1.2006 21:58
Stjórnin kölluð saman Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann. Formaður Blaðamannafélagsins hyggst kalla saman stjórn félagsins af þessu tilefni. 10.1.2006 21:52
Skipan fjölmiðlanefndar í uppnámi Menntamálaráðherra getur ekki skipað fulltrúa allra þingflokka í nýja fjölmiðlanefnd, sem á að semja drög að fjölmiðlalögum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sent ráðherra bréf, þar sem þess er krafist að málefni Ríkisútvarpsins verði rædd í nefndinni, en að öðrum kosti hyggst stjórnarandstaðan ekki tilnefna fulltrúa í hana. 10.1.2006 21:45
Ók á ljósastaur Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Hafnavegi, nálægt aðalhliðinu hjá Varnarliðinu á Miðnesheiði snemma kvölds. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. 10.1.2006 21:44
Kveikt í þrettándabrennum í kvöld Þrettándanum var fagnað með þremur brennum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, en ekki var hægt að kveikja í þeim á föstudaginn var vegna veðurs. 10.1.2006 21:24
Smygluðu milljónum sígarettna Þrír norskir skipstjórar og einn íslenskur hafa játað smygl á nærri tveimur milljónum sígarettna og fleiri þúsundum lítra af áfengi til Noregs. Smyglvarninginn keyptu skipstjórarnir, sem starfa á tveimur norskum fragtskipum, í Hollandi og Þýskalandi. 10.1.2006 21:21
Fékk heillaskeyti frá forsætisráðherra 300 þúsundasti landsmaðurinn kom í heiminn í gær en það var drengur sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu foreldrana og drenginn á fæðingardeild Landsspítalans klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 10.1.2006 20:45
Úthlutað fyrir lok umsóknarfrests Umhverfisráðherra hefur úthlutað Náttúrufræðistofnun 6,6 milljónum króna úr veiðikortasjóði þrátt fyrir að umsóknafrestur um styrki úr sjóðnum sé ekki runninn út. 10.1.2006 20:14
300 milljóna borhola skilar engu Tvær borholur Reykjanesvirkjunar virðast ekki ætla að skila neinni orku en sú dýrari kostaði yfir þrjúhundruð milljónir króna. Engu að síður stefnir í að virkjunin verði gangsett á fullu afli þann 1. maí næstkomandi. 10.1.2006 20:03
Svik og prettir vísindamannsins Svik og prettir er einkunnin sem verk Hwangs Woos-suks, eins virtasta fræðimanns heims á sviði stofnfrumurannsókna fékk í dag. Þetta er áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum, segir íslenskur sérfræðingur á þessu sviði. 10.1.2006 19:30
Álagningarprósentan lækkar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun. 10.1.2006 19:26
Starfslokasamningur stöðvaði kjarasamning Starfslokasamningur forstjóra FL-group varð til þess að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sleit samningaviðræðum við Icelandair um að lækka áhafnakostnað vegna leiguflugs. Flugmönnum þótti í ljósi kringumstæðna ekki við hæfi að halda áfram viðræðum. 10.1.2006 19:12
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn áður en sá fyrri var rekinn Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins gekk frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra í síðustu viku - áður en Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær. Arnþór var varaður við að tjá sig um málið við fjölmiðla og hótað með því að slíkt hefði neikvæð áhrif á starfslokasamning hans. 10.1.2006 18:54
Ker vill selja Esso Ker ætlar að selja Olíufélagið hf. Helstu ástæður þessa eru að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, að efnahagsástandið sé hagstætt og margir hafi getu til að kaupa félagið, en ekki síður að eigendur Kers hafi hug á að auka fjárfestingar sínar erlendis. 10.1.2006 18:44
Græddi 25 milljónir á sólarhring Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring. 10.1.2006 18:39
Svipti sig lífi eftir ásakanir um kynferðisbrot Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. 10.1.2006 18:30
Gestkvæmt hjá nýbura Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri voru ekki einu ráðamennirnir sem heimsóttu son Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem varð 300 þúsundasti landsmaðurinn í dag. Það gerði líka Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ - heimabæ drengsins, og hann kom færandi gjafir. 10.1.2006 17:45
Ók á 132 kílómetra hraða Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjanesbæ í morgun. Sá sem hraðar ók var á 132 kílómetra hraða þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði en hinn á 116 kílómetra hraða, einnig á vegi þar sem má hraðast aka á 90 kílómetra hraða. 10.1.2006 17:43
Svipti sig lífi eftir umfjöllun DV Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann. Nánar verður sagt frá þessu í fréttum NFS klukkan hálf sjö. 10.1.2006 17:34
Átján umferðaróhöpp í dag Fjórtán umferðaróhöpp og eitt umferðarslys hafa verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík frá því á hádegi í dag og alls átján frá því í morgun. Meiðslin í eina umferðarslysinu voru minniháttar en annars hefur þetta verið meiðslalaust. 10.1.2006 17:24