Innlent

Gestkvæmt hjá nýbura

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ásamt foreldrum 300 þúsundasta landsdmannsins.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ásamt foreldrum 300 þúsundasta landsdmannsins. Mynd af vef Reykjanesbæjar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri voru ekki einu ráðamennirnir sem heimsóttu son Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem varð 300 þúsundasti landsmaðurinn í dag. Það gerði líka Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ - heimabæ drengsins, og hann kom færandi gjafir.

Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að Árni færði foreldrum drengsins gjafakörfu frá Kaffitári auk gjafabréfs frá miðbæjarsamtökunum Betri bæ upp á 30 þúsund krónur. Þá fengu þau bókina Hversu mikið er nóg sem öll nýfædd börn í Reykjanesbæ fá frá bænum.

Til stendur að móðir og barn verði flutt á fæðingardeildina við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á morgun en þau dveljast á fæðingardeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×