Svik og prettir vísindamannsins 10. janúar 2006 19:30 Yfirmaður rannsóknanefndar Ríkisháskólans í Seúl sagði í dag að rannsóknir dáðasta vísindamanns landsins væru ekkert annað en svik og prettir. MYND/AP Svik og prettir er einkunnin sem verk Hwangs Woos-suks, eins virtasta fræðimanns heims á sviði stofnfrumurannsókna fékk í dag. Þetta er áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum, segir íslenskur sérfræðingur á þessu sviði. Uppgötvunum Hwang Woo-suk á sviði stofnfrumurannsókna var á sínum tíma fagnað mjög í heiminum enda vöktu þær vonir um að lækning við sjúkdómum á borð við Parkinsons-veiki væri í sjónmáli. Fyrir nokkru vöknuðu hins vegar grunsemdir um að maðkur væri í mysunni og í dag kvað svo Ríkisháskólinn í Seúl í Suður-Kóreu upp sinn dóm. "Hwang Woo-suk getur ekki búið til stofnfrumur sem eru sniðnar að þörfum sjúklinga eins og hann hélt fram í grein í vísindablaðinu Science á síðasta ári," sagði Chung Myung-Hee, yfirmaður rannsóknanefndar háskólands. "Hann getur heldur ekki klónað líkamsfrumur líkt og hann hélt fram í ritgerð árið 2004 sem var grunnurinn að ritgerð hans á síðasta ári." Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem geta þróast í sérstakar frumugerðir. Í greinum sem birtust í virtum fræðitímaritum kvaðst Hwang hafa klónað slíkar frumur úr ellefu sjúklingum en nú þykir fullsannað að allar hans niðurstöður vandlega ofinn lygavefur. Hneykslið hefur valdið miklum titringi meðal fræðimanna um allan heim enda er svindlið þeim umtalsvert áfall. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir málið mikið áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum. Hann segir þrátt fyrir þetta að kerfið sem vísindamenn hafi komið sér upp sé ekki ónýtt, þrátt fyrir að það hafi bilað að vissu leyti. Eftir stendur að aðrir vísindamenn verði að geta endurtekið rannsóknir vísindamanna og fengið sömu niðurstöður til að þær séu teknar trúanlegar og í ljós hafi komið að það væri ekki hægt í þessu tilfelli. Rannsóknarnefnd háskólans í Seúl komst þó að þeirri niðurstöðu að allt hefði verið með felldu þegar Hwang klónaði hundinn Snúbbí á síðasta ári. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Svik og prettir er einkunnin sem verk Hwangs Woos-suks, eins virtasta fræðimanns heims á sviði stofnfrumurannsókna fékk í dag. Þetta er áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum, segir íslenskur sérfræðingur á þessu sviði. Uppgötvunum Hwang Woo-suk á sviði stofnfrumurannsókna var á sínum tíma fagnað mjög í heiminum enda vöktu þær vonir um að lækning við sjúkdómum á borð við Parkinsons-veiki væri í sjónmáli. Fyrir nokkru vöknuðu hins vegar grunsemdir um að maðkur væri í mysunni og í dag kvað svo Ríkisháskólinn í Seúl í Suður-Kóreu upp sinn dóm. "Hwang Woo-suk getur ekki búið til stofnfrumur sem eru sniðnar að þörfum sjúklinga eins og hann hélt fram í grein í vísindablaðinu Science á síðasta ári," sagði Chung Myung-Hee, yfirmaður rannsóknanefndar háskólands. "Hann getur heldur ekki klónað líkamsfrumur líkt og hann hélt fram í ritgerð árið 2004 sem var grunnurinn að ritgerð hans á síðasta ári." Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur sem geta þróast í sérstakar frumugerðir. Í greinum sem birtust í virtum fræðitímaritum kvaðst Hwang hafa klónað slíkar frumur úr ellefu sjúklingum en nú þykir fullsannað að allar hans niðurstöður vandlega ofinn lygavefur. Hneykslið hefur valdið miklum titringi meðal fræðimanna um allan heim enda er svindlið þeim umtalsvert áfall. Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir málið mikið áfall fyrir rannsóknir í lífvísindum. Hann segir þrátt fyrir þetta að kerfið sem vísindamenn hafi komið sér upp sé ekki ónýtt, þrátt fyrir að það hafi bilað að vissu leyti. Eftir stendur að aðrir vísindamenn verði að geta endurtekið rannsóknir vísindamanna og fengið sömu niðurstöður til að þær séu teknar trúanlegar og í ljós hafi komið að það væri ekki hægt í þessu tilfelli. Rannsóknarnefnd háskólans í Seúl komst þó að þeirri niðurstöðu að allt hefði verið með felldu þegar Hwang klónaði hundinn Snúbbí á síðasta ári.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira