Erlent

Ítalir skammast sín meira fyrir fitu en framhjáhald

Ítalir skammast sín meira fyrir að fitna en að halda fram hjá. Þetta er niðurstaða könnunar ítalsks sálfræðitímarits þar sem eitt þúsund manns á aldrinum 25 til 55 ára voru spurðir hvað vekti hjá þeim mesta sektarkennd. Flestir nefndu ofát og að eyða um efni fram og þá nefndu margir vanrækslu vina og ættingja. Framhjáhald náði hins vegar ekki nema sjöunda sæti hvað þetta varðar, þrátt fyrir að flestir Ítalir séu kaþólskstrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×