300 milljóna borhola skilar engu 10. janúar 2006 20:03 Reykjanesvirkjun. MYND/GVA Tvær borholur Reykjanesvirkjunar virðast ekki ætla að skila neinni orku en sú dýrari kostaði yfir þrjúhundruð milljónir króna. Engu að síður stefnir í að virkjunin verði gangsett á fullu afli þann 1. maí næstkomandi. Reykjanesið með sínum rjúkandi hverum ber nafn með rentu. En brátt mun jarðhitasvæðið þar þjóna álframleiðslu. Þar er að rísa jarðgufuvirkjun sem verður nærri tvöfalt stærri en Kröfluvirkjun. Verkið hefur gengið hratt fyrir sig en ekki eru nema tuttugu mánuðir frá því Hitaveita Suðurnesja samdi um raforkusölu við Norðurál. Síðan þá hafa Jarðboranir borað hverja holuna á fætur annarri á svæðinu en öflugasti og nýjasti bor landsins, Geysir, er nýbyrjaður á holu númer fimmtán. Um leið er verið að leggja málmleiðslur þvers og kruss um svæðið, en þær liggja frá borholunum að stöðvarhúsinu þar sem gufuaflinu verður breytt í rafmagn. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir viðbúið að einhverjar borholur lukkist ekki. "Önnur þeirra sem er ekki að skila neinu er sú dýrasta. Hún fór í yfir 3.100 metra og hefur kostað 300 milljónir. Væntanlega verður hún ekki tengd, svo þetta er ekki áhættulaus bransi. Heildarkostnaður við Reykjanesvirkjun fer rétt yfir tíu milljarða króna. Þar starfa nú milli 150 og 200 manns að framkvæmdum, þriðjungur þeirra eru útlendingar. Aðalbyggingaverktaki er Eykt, og védlaverktaki er Framtak. "Þeir hafa sammælst um að hafa Portúgali í vinnu því það virkar betur að vera með eina útlenda þjóð en að rugla mörgum saman," segir Geir Þórólfsson vélaverkfræðingur. Tvær vélasamstæður hafa verið settar upp í stöðvarhúsinu, hvor með uppsett afl upp á 50 megavött. Það verður svo um miðjan marsmánuð sem þessar vélar fara að framleiða rafmagn, fyrst um sinn í tilraunaskyni en frá 1. maí eiga þær að skila rafmagni til Grundatanga. Á Grundartanga er Norðurál samtímis að ljúka stækkun álversins úr 90 þúsund tonnum upp í 220 þúsund tonn. Stefnt er að því að byrjað verði að keyra upp fyrstu kerin þar nú í febrúar og viðbótin verði að fullu komin í gang í ágústmánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Tvær borholur Reykjanesvirkjunar virðast ekki ætla að skila neinni orku en sú dýrari kostaði yfir þrjúhundruð milljónir króna. Engu að síður stefnir í að virkjunin verði gangsett á fullu afli þann 1. maí næstkomandi. Reykjanesið með sínum rjúkandi hverum ber nafn með rentu. En brátt mun jarðhitasvæðið þar þjóna álframleiðslu. Þar er að rísa jarðgufuvirkjun sem verður nærri tvöfalt stærri en Kröfluvirkjun. Verkið hefur gengið hratt fyrir sig en ekki eru nema tuttugu mánuðir frá því Hitaveita Suðurnesja samdi um raforkusölu við Norðurál. Síðan þá hafa Jarðboranir borað hverja holuna á fætur annarri á svæðinu en öflugasti og nýjasti bor landsins, Geysir, er nýbyrjaður á holu númer fimmtán. Um leið er verið að leggja málmleiðslur þvers og kruss um svæðið, en þær liggja frá borholunum að stöðvarhúsinu þar sem gufuaflinu verður breytt í rafmagn. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir viðbúið að einhverjar borholur lukkist ekki. "Önnur þeirra sem er ekki að skila neinu er sú dýrasta. Hún fór í yfir 3.100 metra og hefur kostað 300 milljónir. Væntanlega verður hún ekki tengd, svo þetta er ekki áhættulaus bransi. Heildarkostnaður við Reykjanesvirkjun fer rétt yfir tíu milljarða króna. Þar starfa nú milli 150 og 200 manns að framkvæmdum, þriðjungur þeirra eru útlendingar. Aðalbyggingaverktaki er Eykt, og védlaverktaki er Framtak. "Þeir hafa sammælst um að hafa Portúgali í vinnu því það virkar betur að vera með eina útlenda þjóð en að rugla mörgum saman," segir Geir Þórólfsson vélaverkfræðingur. Tvær vélasamstæður hafa verið settar upp í stöðvarhúsinu, hvor með uppsett afl upp á 50 megavött. Það verður svo um miðjan marsmánuð sem þessar vélar fara að framleiða rafmagn, fyrst um sinn í tilraunaskyni en frá 1. maí eiga þær að skila rafmagni til Grundatanga. Á Grundartanga er Norðurál samtímis að ljúka stækkun álversins úr 90 þúsund tonnum upp í 220 þúsund tonn. Stefnt er að því að byrjað verði að keyra upp fyrstu kerin þar nú í febrúar og viðbótin verði að fullu komin í gang í ágústmánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira