Fleiri fréttir Íranar ætla að auðga úran á ný Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, greindi stjórn stofnunarinnar frá því í dag að Íranar ætluðu að hefja auðgun úrans á ný en þó ekki af fullum krafti. Þetta gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í Teheran en fulltrúar þeirra hafa neitað því að hefja ætti framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Natanz-kjarnorkurannsóknarstöðinni. 10.1.2006 16:46 Herjólfur sigldi á í höfninni Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi á landgönguranann í Þorlákshöfn þegar hún kom að landi eftir siglingu frá Vestmannaeyjum í dag. Raninn skemmdust nokkuð en litlar sem engar skemmdir urðu á skipinu. 10.1.2006 16:32 Segist hafa stjórn á fuglaflensunni Tyrknesk stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu fuglaflensu sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. "Við höfum stjónr á ástandinu og höldum áfram að fylgjast vandlega með því. Þeir sem hafa smitast eru ekki langt leiddir og því er ekki mikil hætta á ferðum að svo stöddu." 10.1.2006 16:07 Nauðgaði tólf vikna barni Fertugur breskur karlmaður sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að passa barnið hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. 10.1.2006 16:00 Handtekinn eftir bruna í Lómasölum Eigandi íbúðarinnar við Lómasali í Kópavogi, þar sem eldur kom upp í gær, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa sett eld að íbúðinni. 10.1.2006 15:58 Framleiðslumet á Dalvík Landvinnsla Samherja á Dalvík framleiddi meiri sjávarafurðir á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á þeim sex árum sem liðin eru síðan Samherji yfirtók starfsemina. Um 10.600 tonn voru unnin í landvinnslunni í fyrra og er það níu prósenta aukning frá árinu áður þegar framleiðslan nam 9.600 tonnum. 10.1.2006 15:50 Vilja fjármagna Sundabraut með öðrum Hafnarstjórn Faxaflóahafna vill hefja viðræður við ríkið um að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar og stækkun Hvalfjarðarganga. Stjórnin hefur falið Árna Þór Sigurðssyni, formanni hennar, og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að óska eftir viðræðum við stjórnvöld. 10.1.2006 15:30 Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. 10.1.2006 15:20 Þrjár brennur á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex Kveikt verður í þremur þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex í dag, en eins og kunnugt er þurfti að fresta öllum brennum á svæðinu á föstudaginn var vegna veðurs. Kveikt verður í brennum á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn á móts við Sæmundarsel. 10.1.2006 15:10 Tveir viðurkenna fíkniefnasölu Lögreglan á Ísafirði hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem grunaðir eru um hasssölu. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðasta föstudag sem átti að renna út síðdegis í dag en málið telst nú upplýst. Öðrum manninum var sleppt í gærkvöldi en hinum í morgun. Þeir hafa játað að dreifa kannabisefnum á norðanverðum Vestfjörðum. 10.1.2006 14:52 Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins í Sveitarfélagið Vogar. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. 10.1.2006 14:47 Framsóknarmenn heimsækja starfsfólk Starfsmenn fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka á höfuðborgarsvæðinu mega eiga von á heimsókn þingmanna Framsóknarflokksins í vikunni. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu. 10.1.2006 14:44 Höllin farin á hausinn Félagið, sem á og rekur veislu- og ráðstefnuhúsið Höllina í Vestmannaeyjum,er gjaldþrota og nemur þrotið að minnstakosti hundrað milljónum króna. 10.1.2006 13:45 Foreldrum 300 þúsundasta Íslendingsins afhent heillaóskaskeyti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu 300 þúsundasta Íslendinginn, dreng sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar, og foreldra hans á fæðingardeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúss klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 10.1.2006 13:38 Lætur kanna réttarstöðu sína Formaður Öryrkjabandalagsins segir það hafa legið fyrir frá því hann tók við starfinu að skipulagsbreytingar væru fyrirhugaðar innan bandalagsins. Samkvæmt heimildum NFS ætlar framkvæmdastjórinn sem sagt var upp í gær, að ræða stöðu sína við lögfræðing. 10.1.2006 13:19 Ekki jafn mikil hætta í Tyrklandi og talið var Niðurstöður rannsókna á sýnum úr tólf sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til að þeir séu með fuglaflensusmit eins og óttast var. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu vegna málsins sem og í nágrannalöndunum, Búlgaríu og Grikklandi, en heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna segja þó ekkert að óttast. 10.1.2006 13:06 Segir loðnustofninn jafnvel hruninn Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Ána Friðrikssyni finnur enn enga loðnu, þrátt fyrir ítarlega leit, og loðnuskipin, sem tóku þátt í henni, eru löngu hætt og farin í land. 10.1.2006 12:49 Esso til sölu Stjórn Kers hf í forystu Ólafs Ólafssonar hefur ákveðið að selja allt hlutabréf sitt í Olíufélaginu ehf. Var þetta tilkynnt á fundi með starfsmönnum í morgun. Olíufélagið ehf. er lang stærsta olíufélagið hér á landi og hefur hátt í helming markaðarins á móti Olís og Skeljungi. 10.1.2006 12:02 Flest börn fæðast eftir miðsumarhátíðina í Svíþjóð Árið 2004 var metár í hjónavígslum í Svíþjóð en þá giftu sig 43.088 pör. Svo mörg pör hafa ekki gengið í hjónaband á einu ári síðan árið 1989 samkvæmt upplýsingum frá hagstofunni í Svíþjóð. Flestar hjónavígslurnar eða um tæplega 1500 talsins urðu á heitasta degi ársins það árið sem var 7. ágúst. Þá fæddust felst börn 30.mars sem er níu mánuðum frá miðsumarhátíðinni sem er stór og mikil árleg hátíð í Svíþjóð. Fæst börn fæddust 20. nóvember eða einungis 187 börn. 10.1.2006 11:46 Mörg veðmál í gangi í tengslum við skírn Danaprinsins Það styttist í konunglega skírn í Danmörku en sonur Friðriks Krónprins og Mary Krónprinsessu verður skírður 21. janúar næstkomandi. Hjá veðbankanum Nordicbet eru hin ýmsu veðmál í gangi varðandi skírnina. Þar er til að mynda veðjað um nafn litla prinsins en Christian þykir líklegt nafn svo það gefur ekki mikið af sér en veðji maður sem nemur 1000 íslenskum krónum, þá verður uppskeran um 1200 krónur verði prinsinn skýrður Christian. 10.1.2006 11:17 Þingkosningar framundan í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar en Ísraelar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki koma í veg fyrir að Palestínumenn, sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum eins og þeir höfðu boðað áður. 10.1.2006 10:58 Tíu menn handteknir í Madríd Tíu menn voru handteknir í Madríd, höfuðborg Spánar og Baskalandi í morgun, grunaðir um að afla nýliða meðal múslíma, til að gera árásir í Írak. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er einn mannanna talinn tengjast árás á ítalska herlögreglu í suður Írak árið 2003 en sjálfsvígssprengja lagði í rúst ítalska bækistöð og felldi átján Ítala og níu Íraka. 10.1.2006 10:54 Skora á bæjarstjórn að hækka laun VG á Akureyri fagna kjarabótum ófaglærðra starfsmanna á leikskólum í Reykjavík og skora á stjórnendur Akureyrarbæjar að semja um mannsæmandi laun við leikskólakennara og leiðbeinendur. 10.1.2006 10:50 Lífshættuleg snjóþyngsli í Japan Að minnsta kosti 72 hafa látist vegna mikilla snjóa í Japan síðan í byrjun desember. Aldrei hefur snjóað jafn mikið en næstum fjórir metrar af snjó hafa fallið í landinu á þessum fimm vikum. 10.1.2006 10:39 Nám í kínverskum fræðum hefst í lok janúar Nám í kínverskum fræðum hefst hjá Símennt Háskólans á Akureyri í lok janúar. Námið er nýlunda hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á B.A. nám í Austur-Asíufræðum en námið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. 10.1.2006 10:28 Ættleiddi stúlku þrátt fyrir að vera ákærður fyrir misnotkun á barni Yfirvöld í Álaborg í Danmörku liggja nú undir miklu ámæli eftir að upp komst að danskur karlmaður fékk að ættleiða stúlku frá Taílandi, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á annarri stúlku. 10.1.2006 10:00 Tólf handtökur vegna kókaíns í Kaupmannahöfn á árinu Kókaín virðist vinsælt sem aldrei fyrr í Kaupmannahöfn það sem af er þessu ári. Þótt aðeins sé rétt rúmlega vika liðin síðan nýtt ár gekk í garð hafa nú þegar tólf manns verið handteknir í dönsku höfuðborginni frá árámótum fyrir smygl eða sölu á kókaíni. 10.1.2006 09:18 Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 11% á síðasta ári Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 11% á síðasta ári. Það eru um 800 fleiri farþegar en árið 2004. Þá fjölgaði einnig farþegum sem minnilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið um 13%. Þessi fjölgun er í samræmi við farþegaspá sem breskt fyrirtæki gerði í upphafi ársins 2005. Sú spá gerir ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Flugstöðin verður stækkuð umtalsvert í nokkrum áföngum. Stækkunin er þegar hafin og gert er ráð fyrir að henni ljúki árið 2007. 10.1.2006 09:03 Yfir 230 látnir Yfir 230 manns eru látnir af völdum kuldakasts í Suður-Asíu að því er yfirvöld á Indlandi greindu frá í dag. Það er einkum heimilislaust fólk á Indlandi og í Bangladesh og Pakistan sem hefur dáið úr kuldunum, sem geisað hafa síðan í nóvember á Norður-Indlandi. Kuldabylgjan hefur náð til Nýju Delhí, höfuðborgar Indlands, en á sunnudaginn var kuldinn í borginni meiri en nokkru sinni í 70 ár. 10.1.2006 08:39 Saka stjórnendur um launasukk Flugmenn Icelandair hafa slitið samningaviðræðum við félagið um tilslakanir varðandi leiguflug félgagsins í útlöndum, vegna launasukks stjórnenda, eins og heimildarmaður úr röðum flugmanna orðaði það við NFS. 10.1.2006 08:08 Kvarta undan fjúkandi jólatrjám Vegfarendur í Reykjavík hafa væntanlega ekki farið varhluta af fjúkandi jólatrjám á götum borgarinnar að undanförnu. Töluvert hefur verið kvartað til lögreglu sem getur lítið gert í málinu enda er það ekki á hennar könnu. 10.1.2006 08:00 Kona dæmd fyrir rekstur vændishús í Danmörku Kona var í dag dæmd í árs fangelsi og 150 stunda samfélagsvinnu í Danmörku fyrir að hafa rekið vændishús í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar. Talið er að konan hafi auðgast sem nemur 10 milljónum íslenskra króna, jafnvel mun meira, en ekki var hægt að sýna fram á hversu háar fjárhæður hún hafði raunverulega haft upp úr þessu ólöglega athæfi sínu. 10.1.2006 08:00 Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam. 10.1.2006 07:45 Vill samkeppni um starfsfólk upp að vissu marki Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. 10.1.2006 07:30 Myrti fyrrum samstarfsmenn sína og skaut svo sjálfan sig Tveir öryggisverðir féllu og einn særðist þegar fyrrum samstarfsmaður þeirra skaut þá á pósthúsi í miðborg Madridar, höfuðborgar Spánar í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæðu morðanna en maðurinn, sem var 35 ára og var í veikindaleyfi, framdi sjálfsmorð eftir að hafa drepið mennina. Að sögn lögreglu er rannsókn hafin en talið er að hann hafi átt við andlega erfiðleika að etja. 10.1.2006 07:30 Sprengja á veitingastað í San Fransisco Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn. 10.1.2006 07:30 Vilja sambærileg kjör og í Reykjavík Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir fundi með bæjarráði vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálum bæjarstarfsmanna eftir að Reykjavíkurborg samdi við sína starfsmenn. 10.1.2006 07:21 Máli skiptir að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á heimasíðu sinni að með dómi Hæstaréttar í gær hafi Baugsmálið komist á brautina til efnislegrar meðferðar hjá dómstólunum, en það hljóti að skipta mestu að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða. 10.1.2006 07:15 Eldur í fjölbýlishúsi í Kópavogi Eldur kom upp í fjögurra hæða íbúðarblokk í Lómasölum í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöld. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang. Vel gekk að slökkva eldinn og að sögn slökkviliðsins var enginn í íbúðinni þegar hann kviknaði, en í fyrstu var talið að svo væri. 10.1.2006 07:13 Fíkniefnasali handtekinn í Garðinum Lögreglan í Keflavík handtók fíknifnasala í gærkvöldi og lagði hald á talsvert af fíkniefnum. Maðurinn var stöðvaður þegar hann var að aka um í Garðinum og fundust hundrað grömm af hassi og eitthvað af anfetamíni við leit í bílnum. Í framhaldi af henni var gerð húsleit heima hjá honum, en þar fanst ekkert. 10.1.2006 07:11 Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis. 10.1.2006 07:04 Sterling segir upp 50 starfsmönnum Sterling flugfélagið, sem er í eigu FL Group, hefur sagt upp 50 starfsmönnum sínum í Billund í Danmörku og verða þá aðeins 17 menn eftir í starfsstöð félagsins þar. Berlingske Tidende greinir frá þessu. Jótlandspósturinn greindi frá því í gær að Sterling ætlaði að flytja danska flugmenn búferlum til Noregs og Svíþjóðar til að vera sem næst áfangastöðum félagsins þar og hefur það mætt nokkurri andstöðu í röðum flugmanna. 10.1.2006 07:03 Læknar vonast til að Sharon vakni í dag Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels andar sjálfur og bregst við áreiti. Hann hreyfði bæði fót og handlegg þegar læknar könnuðu viðbrögð hans í gær. Sharon hefur verið haldið sofandi, en smám saman hefur verið dregið úr svefnlyfjaskammti hans og vonast læknar til að hann vakni í dag. Þeir segja hann þó enn vera þungt haldinn. 10.1.2006 07:02 Styttist í þingkosningar í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum. 10.1.2006 06:59 Búið að slökkva eldinn í Lómasölum í Kópavogi Eldur kom upp í fjögurra hæða íbúðarblokk í Lómasölum í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang. Það gekk hins vegar greiðalega að slökkva eldinn og að sögn slökkviliðsins var enginn í íbúðinni þegar hann kviknaði, en í fyrstu var talið að svo væri. 9.1.2006 22:01 Sjá næstu 50 fréttir
Íranar ætla að auðga úran á ný Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, greindi stjórn stofnunarinnar frá því í dag að Íranar ætluðu að hefja auðgun úrans á ný en þó ekki af fullum krafti. Þetta gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar stjórnvalda í Teheran en fulltrúar þeirra hafa neitað því að hefja ætti framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Natanz-kjarnorkurannsóknarstöðinni. 10.1.2006 16:46
Herjólfur sigldi á í höfninni Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi á landgönguranann í Þorlákshöfn þegar hún kom að landi eftir siglingu frá Vestmannaeyjum í dag. Raninn skemmdust nokkuð en litlar sem engar skemmdir urðu á skipinu. 10.1.2006 16:32
Segist hafa stjórn á fuglaflensunni Tyrknesk stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu fuglaflensu sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. "Við höfum stjónr á ástandinu og höldum áfram að fylgjast vandlega með því. Þeir sem hafa smitast eru ekki langt leiddir og því er ekki mikil hætta á ferðum að svo stöddu." 10.1.2006 16:07
Nauðgaði tólf vikna barni Fertugur breskur karlmaður sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að passa barnið hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar. 10.1.2006 16:00
Handtekinn eftir bruna í Lómasölum Eigandi íbúðarinnar við Lómasali í Kópavogi, þar sem eldur kom upp í gær, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa sett eld að íbúðinni. 10.1.2006 15:58
Framleiðslumet á Dalvík Landvinnsla Samherja á Dalvík framleiddi meiri sjávarafurðir á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á þeim sex árum sem liðin eru síðan Samherji yfirtók starfsemina. Um 10.600 tonn voru unnin í landvinnslunni í fyrra og er það níu prósenta aukning frá árinu áður þegar framleiðslan nam 9.600 tonnum. 10.1.2006 15:50
Vilja fjármagna Sundabraut með öðrum Hafnarstjórn Faxaflóahafna vill hefja viðræður við ríkið um að taka þátt í fjármögnun Sundabrautar og stækkun Hvalfjarðarganga. Stjórnin hefur falið Árna Þór Sigurðssyni, formanni hennar, og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að óska eftir viðræðum við stjórnvöld. 10.1.2006 15:30
Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. 10.1.2006 15:20
Þrjár brennur á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex Kveikt verður í þremur þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex í dag, en eins og kunnugt er þurfti að fresta öllum brennum á svæðinu á föstudaginn var vegna veðurs. Kveikt verður í brennum á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn á móts við Sæmundarsel. 10.1.2006 15:10
Tveir viðurkenna fíkniefnasölu Lögreglan á Ísafirði hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem grunaðir eru um hasssölu. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðasta föstudag sem átti að renna út síðdegis í dag en málið telst nú upplýst. Öðrum manninum var sleppt í gærkvöldi en hinum í morgun. Þeir hafa játað að dreifa kannabisefnum á norðanverðum Vestfjörðum. 10.1.2006 14:52
Vatnsleysustrandarhreppur verður Sveitarfélagið Vogar Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins í Sveitarfélagið Vogar. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. 10.1.2006 14:47
Framsóknarmenn heimsækja starfsfólk Starfsmenn fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka á höfuðborgarsvæðinu mega eiga von á heimsókn þingmanna Framsóknarflokksins í vikunni. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu. 10.1.2006 14:44
Höllin farin á hausinn Félagið, sem á og rekur veislu- og ráðstefnuhúsið Höllina í Vestmannaeyjum,er gjaldþrota og nemur þrotið að minnstakosti hundrað milljónum króna. 10.1.2006 13:45
Foreldrum 300 þúsundasta Íslendingsins afhent heillaóskaskeyti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu 300 þúsundasta Íslendinginn, dreng sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar, og foreldra hans á fæðingardeild Landsspítala - Háskólasjúkrahúss klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 10.1.2006 13:38
Lætur kanna réttarstöðu sína Formaður Öryrkjabandalagsins segir það hafa legið fyrir frá því hann tók við starfinu að skipulagsbreytingar væru fyrirhugaðar innan bandalagsins. Samkvæmt heimildum NFS ætlar framkvæmdastjórinn sem sagt var upp í gær, að ræða stöðu sína við lögfræðing. 10.1.2006 13:19
Ekki jafn mikil hætta í Tyrklandi og talið var Niðurstöður rannsókna á sýnum úr tólf sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til að þeir séu með fuglaflensusmit eins og óttast var. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu vegna málsins sem og í nágrannalöndunum, Búlgaríu og Grikklandi, en heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsríkjanna segja þó ekkert að óttast. 10.1.2006 13:06
Segir loðnustofninn jafnvel hruninn Áhöfnin á hafrannsóknaskipinu Ána Friðrikssyni finnur enn enga loðnu, þrátt fyrir ítarlega leit, og loðnuskipin, sem tóku þátt í henni, eru löngu hætt og farin í land. 10.1.2006 12:49
Esso til sölu Stjórn Kers hf í forystu Ólafs Ólafssonar hefur ákveðið að selja allt hlutabréf sitt í Olíufélaginu ehf. Var þetta tilkynnt á fundi með starfsmönnum í morgun. Olíufélagið ehf. er lang stærsta olíufélagið hér á landi og hefur hátt í helming markaðarins á móti Olís og Skeljungi. 10.1.2006 12:02
Flest börn fæðast eftir miðsumarhátíðina í Svíþjóð Árið 2004 var metár í hjónavígslum í Svíþjóð en þá giftu sig 43.088 pör. Svo mörg pör hafa ekki gengið í hjónaband á einu ári síðan árið 1989 samkvæmt upplýsingum frá hagstofunni í Svíþjóð. Flestar hjónavígslurnar eða um tæplega 1500 talsins urðu á heitasta degi ársins það árið sem var 7. ágúst. Þá fæddust felst börn 30.mars sem er níu mánuðum frá miðsumarhátíðinni sem er stór og mikil árleg hátíð í Svíþjóð. Fæst börn fæddust 20. nóvember eða einungis 187 börn. 10.1.2006 11:46
Mörg veðmál í gangi í tengslum við skírn Danaprinsins Það styttist í konunglega skírn í Danmörku en sonur Friðriks Krónprins og Mary Krónprinsessu verður skírður 21. janúar næstkomandi. Hjá veðbankanum Nordicbet eru hin ýmsu veðmál í gangi varðandi skírnina. Þar er til að mynda veðjað um nafn litla prinsins en Christian þykir líklegt nafn svo það gefur ekki mikið af sér en veðji maður sem nemur 1000 íslenskum krónum, þá verður uppskeran um 1200 krónur verði prinsinn skýrður Christian. 10.1.2006 11:17
Þingkosningar framundan í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar en Ísraelar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki koma í veg fyrir að Palestínumenn, sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum eins og þeir höfðu boðað áður. 10.1.2006 10:58
Tíu menn handteknir í Madríd Tíu menn voru handteknir í Madríd, höfuðborg Spánar og Baskalandi í morgun, grunaðir um að afla nýliða meðal múslíma, til að gera árásir í Írak. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er einn mannanna talinn tengjast árás á ítalska herlögreglu í suður Írak árið 2003 en sjálfsvígssprengja lagði í rúst ítalska bækistöð og felldi átján Ítala og níu Íraka. 10.1.2006 10:54
Skora á bæjarstjórn að hækka laun VG á Akureyri fagna kjarabótum ófaglærðra starfsmanna á leikskólum í Reykjavík og skora á stjórnendur Akureyrarbæjar að semja um mannsæmandi laun við leikskólakennara og leiðbeinendur. 10.1.2006 10:50
Lífshættuleg snjóþyngsli í Japan Að minnsta kosti 72 hafa látist vegna mikilla snjóa í Japan síðan í byrjun desember. Aldrei hefur snjóað jafn mikið en næstum fjórir metrar af snjó hafa fallið í landinu á þessum fimm vikum. 10.1.2006 10:39
Nám í kínverskum fræðum hefst í lok janúar Nám í kínverskum fræðum hefst hjá Símennt Háskólans á Akureyri í lok janúar. Námið er nýlunda hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á B.A. nám í Austur-Asíufræðum en námið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. 10.1.2006 10:28
Ættleiddi stúlku þrátt fyrir að vera ákærður fyrir misnotkun á barni Yfirvöld í Álaborg í Danmörku liggja nú undir miklu ámæli eftir að upp komst að danskur karlmaður fékk að ættleiða stúlku frá Taílandi, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á annarri stúlku. 10.1.2006 10:00
Tólf handtökur vegna kókaíns í Kaupmannahöfn á árinu Kókaín virðist vinsælt sem aldrei fyrr í Kaupmannahöfn það sem af er þessu ári. Þótt aðeins sé rétt rúmlega vika liðin síðan nýtt ár gekk í garð hafa nú þegar tólf manns verið handteknir í dönsku höfuðborginni frá árámótum fyrir smygl eða sölu á kókaíni. 10.1.2006 09:18
Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 11% á síðasta ári Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 11% á síðasta ári. Það eru um 800 fleiri farþegar en árið 2004. Þá fjölgaði einnig farþegum sem minnilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið um 13%. Þessi fjölgun er í samræmi við farþegaspá sem breskt fyrirtæki gerði í upphafi ársins 2005. Sú spá gerir ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Flugstöðin verður stækkuð umtalsvert í nokkrum áföngum. Stækkunin er þegar hafin og gert er ráð fyrir að henni ljúki árið 2007. 10.1.2006 09:03
Yfir 230 látnir Yfir 230 manns eru látnir af völdum kuldakasts í Suður-Asíu að því er yfirvöld á Indlandi greindu frá í dag. Það er einkum heimilislaust fólk á Indlandi og í Bangladesh og Pakistan sem hefur dáið úr kuldunum, sem geisað hafa síðan í nóvember á Norður-Indlandi. Kuldabylgjan hefur náð til Nýju Delhí, höfuðborgar Indlands, en á sunnudaginn var kuldinn í borginni meiri en nokkru sinni í 70 ár. 10.1.2006 08:39
Saka stjórnendur um launasukk Flugmenn Icelandair hafa slitið samningaviðræðum við félagið um tilslakanir varðandi leiguflug félgagsins í útlöndum, vegna launasukks stjórnenda, eins og heimildarmaður úr röðum flugmanna orðaði það við NFS. 10.1.2006 08:08
Kvarta undan fjúkandi jólatrjám Vegfarendur í Reykjavík hafa væntanlega ekki farið varhluta af fjúkandi jólatrjám á götum borgarinnar að undanförnu. Töluvert hefur verið kvartað til lögreglu sem getur lítið gert í málinu enda er það ekki á hennar könnu. 10.1.2006 08:00
Kona dæmd fyrir rekstur vændishús í Danmörku Kona var í dag dæmd í árs fangelsi og 150 stunda samfélagsvinnu í Danmörku fyrir að hafa rekið vændishús í Rødovre í nágrenni Kaupmannahafnar. Talið er að konan hafi auðgast sem nemur 10 milljónum íslenskra króna, jafnvel mun meira, en ekki var hægt að sýna fram á hversu háar fjárhæður hún hafði raunverulega haft upp úr þessu ólöglega athæfi sínu. 10.1.2006 08:00
Talibanar hóta áframhaldandi árásum í Afganistan Leiðtogi Talibana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær að heilögu stríð gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu yrði haldið áfram. Ásrásir myndu færast í aukana á nýju ári og ekki linna fyrr en Bandaríkjamenn væru farnir frá Írak. Omar, sem hefur farið huldu höfði síðan Talibana-stjórnin var hrakin frá völdum í lok árs 2001, sagði að Bandaríkjamenn væru höfuðóvinir Islam. 10.1.2006 07:45
Vill samkeppni um starfsfólk upp að vissu marki Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi vill samkeppni milli sveitarfélaganna um starfsfólk upp að vissu marki til þess að binda enda á það sem hann kallar láglaunastefnu í gegnum samninga Launanefndar sveitarfélaganna. 10.1.2006 07:30
Myrti fyrrum samstarfsmenn sína og skaut svo sjálfan sig Tveir öryggisverðir féllu og einn særðist þegar fyrrum samstarfsmaður þeirra skaut þá á pósthúsi í miðborg Madridar, höfuðborgar Spánar í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæðu morðanna en maðurinn, sem var 35 ára og var í veikindaleyfi, framdi sjálfsmorð eftir að hafa drepið mennina. Að sögn lögreglu er rannsókn hafin en talið er að hann hafi átt við andlega erfiðleika að etja. 10.1.2006 07:30
Sprengja á veitingastað í San Fransisco Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn. 10.1.2006 07:30
Vilja sambærileg kjör og í Reykjavík Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir fundi með bæjarráði vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálum bæjarstarfsmanna eftir að Reykjavíkurborg samdi við sína starfsmenn. 10.1.2006 07:21
Máli skiptir að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á heimasíðu sinni að með dómi Hæstaréttar í gær hafi Baugsmálið komist á brautina til efnislegrar meðferðar hjá dómstólunum, en það hljóti að skipta mestu að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða. 10.1.2006 07:15
Eldur í fjölbýlishúsi í Kópavogi Eldur kom upp í fjögurra hæða íbúðarblokk í Lómasölum í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöld. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang. Vel gekk að slökkva eldinn og að sögn slökkviliðsins var enginn í íbúðinni þegar hann kviknaði, en í fyrstu var talið að svo væri. 10.1.2006 07:13
Fíkniefnasali handtekinn í Garðinum Lögreglan í Keflavík handtók fíknifnasala í gærkvöldi og lagði hald á talsvert af fíkniefnum. Maðurinn var stöðvaður þegar hann var að aka um í Garðinum og fundust hundrað grömm af hassi og eitthvað af anfetamíni við leit í bílnum. Í framhaldi af henni var gerð húsleit heima hjá honum, en þar fanst ekkert. 10.1.2006 07:11
Fjöldaslátrun á fuglum fyrirhuguð í Istanbul Niðurstöður rannsókna á sýnum úr 12 sjúklingum í Istanbúl í Tyrklandi benda ekki til þess að þeir séu með fuglaflensusmit. Fjöldaslátrun á fuglum er fyrirhuguð í nokkrum úthverfum Istanbul, fjölmennustu borg landsins, þar sem fátækir íbúar, sem flutt hafa til borgarinnar fá sveitum landsins, búa. En þeir ala fugla sér til viðurværis. 10.1.2006 07:04
Sterling segir upp 50 starfsmönnum Sterling flugfélagið, sem er í eigu FL Group, hefur sagt upp 50 starfsmönnum sínum í Billund í Danmörku og verða þá aðeins 17 menn eftir í starfsstöð félagsins þar. Berlingske Tidende greinir frá þessu. Jótlandspósturinn greindi frá því í gær að Sterling ætlaði að flytja danska flugmenn búferlum til Noregs og Svíþjóðar til að vera sem næst áfangastöðum félagsins þar og hefur það mætt nokkurri andstöðu í röðum flugmanna. 10.1.2006 07:03
Læknar vonast til að Sharon vakni í dag Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels andar sjálfur og bregst við áreiti. Hann hreyfði bæði fót og handlegg þegar læknar könnuðu viðbrögð hans í gær. Sharon hefur verið haldið sofandi, en smám saman hefur verið dregið úr svefnlyfjaskammti hans og vonast læknar til að hann vakni í dag. Þeir segja hann þó enn vera þungt haldinn. 10.1.2006 07:02
Styttist í þingkosningar í Palestínu Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum. 10.1.2006 06:59
Búið að slökkva eldinn í Lómasölum í Kópavogi Eldur kom upp í fjögurra hæða íbúðarblokk í Lómasölum í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang. Það gekk hins vegar greiðalega að slökkva eldinn og að sögn slökkviliðsins var enginn í íbúðinni þegar hann kviknaði, en í fyrstu var talið að svo væri. 9.1.2006 22:01