Innlent

Smygluðu milljónum sígarettna

Þrír norskir skipstjórar og einn íslenskur hafa játað smygl á nærri tveimur milljónum sígarettna og fleiri þúsundum lítra af áfengi til Noregs. Smyglvarninginn keyptu skipstjórarnir, sem starfa á tveimur norskum fragtskipum, í Hollandi og Þýskalandi.

Skammt frá Arendal í Noregi sökktu skipstjórarnir varningnum í sjóinn sem var skömmu síðar sóttur á gúmmíbát. Upp komst um skipstjórana fjóra í ágúst í fyrra og hafa þeir nú játað smyglið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×