Erlent

Yfir 2000 kjúklingar drepast á Trínidad

MYND/AP

Yfir tvö þúsund kjúklingar hafa drepist á karabísku eyjunni Trínidad á síðustu fimm dögum. Mikil skelfing hefur gripið um sig meðal íbúa eyjunnar. Heilbrigðisráðherrann hefur beðið fólk um að halda ró sinni og sagðist efast um að fuglaflensan hefði orðið fuglunum að bana og tóku nokkrir sérfræðingar ríkisins undir það með ráðherranum. Veiku fuglarnir eru flestir með bólgna maga og gráleitt skinn sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja vera einkenni fuglaflensunnar en gæti þó einnig verið vegna annars konar veiki. Búist er við að niðurstöður rannsókna fáist innan tveggja daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×