Innlent

Stjórnin kölluð saman

Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Schram er formaður Blaðamannafélags Íslands.

Karlmaður á sextugsaldri svipti sig lífi í morgun, eftir að DV birti mynd af honum á forsíðu og bendlaði hann við kynferðislegt ofbeldi gegn ungum piltum. Ásakanirnar gegn honum hafa ekki verið sannaðar og bróðir mannsins segir að DV hafi nánast rekið hann í dauðann. Formaður Blaðamannafélagsins hyggst kalla saman stjórn félagsins af þessu tilefni.

Blaðamaðurinn, sem skrifaði fréttina, vill ekki tjá sig um efni hennar og hugsanlegar afleiðingar, heldur vísar í siðareglur DV, sem hann segir banna öðrum en ritstjórum að tala opinberlega um efni blaðsins. Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, spyr sig hvert nútíma blaðamennska stefni og segir að siðareglur félagsins verði endurskoðaðar.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×