Erlent

Vatnsskortur yfirvofandi í Frakklandi

Umhverfisráðherrar Frakklands og Spánar hafa áhyggjur af breytingum á loftslagi, þurrkum, gróðureldum og vatnsskorti á svæðinu. Vatnsstaðan í Frakklandi hefur verið erfið eftir hitabylgju árið 2003 og litla úrkomu árin 2004 og 2005. Metúrkoma í haust bætti þó úr skák. En jafnvel þótt mikið rigni í Frakklandi næstu tvo til þrjá mánuði nægir það ekki til að hindra vatnsskort segir umhverfisráðherrann. Franskir bændur hyggjast hætta að rækta ýmsar tegundir sem útheimta mikla vökvun, svo sem maís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×