Innlent

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn áður en sá fyrri var rekinn

Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær en gengið frá ráðningu arftaka hans í síðustu viku
Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær en gengið frá ráðningu arftaka hans í síðustu viku MYND/Hari

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins gekk frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra í síðustu viku - áður en Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær. Arnþór var varaður við að tjá sig um málið við fjölmiðla og hótað með því að slíkt hefði neikvæð áhrif á starfslokasamning hans.

Nýr framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins heiti Hafdís Gísladóttir. Hún er fráfarandi framkvæmdastjóri Hverfamiðstöðvar Miðbæjar og Hlíðahverfis, en var áður framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Til stendur að tilkynna aðalstjórn þessa ákvörðun á fundi hennar á Grand Hóteli á fimmtudagskvöld.

Það er hins vegar deginum ljósara að uppsögn Arnþórs er ekki óumdeild innan Öryrkjabandalagsins. Guðmundur Magnússon, sem situr í aðalstjórn segist sleginn yfir þessum fréttum, þetta sé hræðilegur hlutur og mjög slæmur fyrir bandalagið. Hann fullyrðir að mikil ánægja ríki með störf Arnþórs. Guðmundur segir óhjákvæmilegt að ræða brottrekstur Arnþórs á fundinum á fimmtudagskvöld, þrátt fyrir að Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins segi það mál ekki á dagskrá fundarins. Sigursteinn segist að sjálfsögðu leiður yfir þessari niðurstöðu sem hann telur þó hafa verið óhjákvæmilega vegna þeirra skipulagsbreytinga sem standi fyrir dyrum, sem ætlað sé að styrkja hagsmunabaráttu öryrkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×