Erlent

150 kíló af kókaíni um borð í skútu

MYND/GVA

Lögreglan í Venesúela fann um það bil 150 kíló af kókaíni um borð í seglskútu við Margarítu-eyju í gær, um 320 kílómetra norðaustur af Karakas, höfuðborg landsins. Eigandi eiturlyfjanna var Þjóðverji sem sigldi undir belgískum fána en kókaínið var falið í niðursuðudósum í matarbúrinu. Lögreglan í Venesúela hefur á undanförnum árum lagt hald á mikið magn eiturlyfja en á síðasta ári lagði hún hald á 72 tonn af kókaíni, samkvæmt upplýsingum frá hinu opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×