Erlent

Stærsta farþegaflugvél heims í heimsreisu

Vélin nýlent í Kólumbíu í gær.
Vélin nýlent í Kólumbíu í gær. MYND/AP

Stærsta farþegaflugvél heims, Airbus A380, lenti í norðausturhluta Kólumbíu í gær en vélin er í reynsluflugi um þessar mundir og flýgur til hinna ýmsu staða í heiminum. Mikill fjöldi áhorfenda fylgist með því þegar vélin kom inn til lendingar. Flugvélin er gríðarlega stór, yfir 70 metrar á lengd en ekki þó eins löng og vængirnir sem eru um 80 metrar á lengd. Vélin tekur 800 farþega og er á tveimur hæðum. Innandyra eru barir, snyrtistofur og einkaherbergi. Ólíklegt er þó talið að hún komi við hér á landi í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×