Erlent

Fjórir slösuðust í gassprengingu í verslunarmiðstöð í Hollandi

Slökkviliðsmenn við verslunarmiðstöðina í Utrecht.
Slökkviliðsmenn við verslunarmiðstöðina í Utrecht. MYND/AP

Fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar gassprenging varð í verslunarmiðstöð í bænum Utrecht í Hollandi í dag. Sprengingin varð í mannlausir lyfjaverslun. Verslunin, sem nú er rústir einar, var lokuð vegna endurbóta og höfðu smiðir verið þar að störfum skömmu áður en sprengingin varð. Einn maður varð undir braki í sprengingunni en björgunarsveitarmenn náðu honum undan því og fluttu hann á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×