Innlent

Ríkissaksóknari fær málið á morgun

Frá vettvangi sjóslysins
Frá vettvangi sjóslysins MYND/Teitur

Mál Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, vegna sjóslyssins á Viðeyjarsundi, verður sent til Ríkissaksóknara á morgun. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Jónas var einn við stýrið þegar skemmtibátur hans, Harpa, sökk á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas hefur lýst því yfir að hann hafi ýmislegt við rannsókn slyssins á að athuga, en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×