Innlent

Síðbúnar þrettándabrennur í kvöld

Frá brennunni á Valhúsahæð.
Frá brennunni á Valhúsahæð. MYND/Heiða Helgadóttir

Þrettándanum var fagnað með þremur brennum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld, en ekki var hægt að kveikja í þeim á föstudaginn var vegna veðurs. Seltirningar kveiktu í brennu á Valhúsahæð og lögðu fjölmargir leið sína þangað þrátt fyrir nokkurn kulda. Safnast var saman við Mýrarhúsaskóla og þaðan gengið fylktu liði undir lúðrablæstri upp á hæðina.

Við brennuna mátti sjá álfakóng og -drottningu sem leiddu söng og það virtist skipta viðstadda litlu máli þótt hinn eiginlegi þrettándi hefði verið á föstudag. Auk brennunnar á Seltjarnarnesi logaði glatt í bálkesti á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn. Þá voru flugeldasýningar við Gufunes, Fagralund í Kópavogi og við brennuna við Reynisvatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×