Innlent

Skólastarf hefst í dag

Skólahald í grunnskólum Reykjavíkurborgar hefst á mánudaginn. Rúmlega fimmtán þúsund nemendur koma til með að stunda nám við skólana í vetur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Vel hefur gengið að ráða kennara við skólana og vantar eru nú einungis fólk í örfáar stöður vegna forfalla. Nýr grunnskóli tekur til starfa í Norðlingaholti í haust og hafa kennarar síðustu daga sótt nemendur skólans heim að því er fram kom á fundi sem Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, og Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri Menntasviðs, héldu í gær, Þá flytja tveir skólar í Grafarvogi, Ingunnarskóli og Korpuskóli, í nýtt húsnæði sem sérstaklega er hannað fyrir einstaklingsmiðað nám. Framkvæmdir hafi nær hvergi áhrif á skólastarfið að því er fram kom á fundinum. Mikil áhersla hefur verið lögð á einstaklingsmiðað nám og aukna samvinnu nemenda í grunnskólum borgarinnar. Matstæki fyrir grunnskólanna hefur verið gefið út til þess að skólarnir geti metið stöðu sína í átt að einstaklingsmiðuðu námi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×