Innlent

Fjórtán ára stöðvaður á bíl

MYND/Róbert Reynisson
Fjórtán ára drengur var stöðvaður á bíl foreldra sinna í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Kópavogi að hann hefði séð óvenju smávaxinn og unglegan ökumann undir stýri. Lögreglan stöðvaði drenginn á bílnum í Lindarhverfi og var farið með hann á lögreglustöð þangað sem foreldrar hans sóttu drenginn. Mál hans verður sent félagsmálayfirvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×