Innlent

Harma umferðaslys

Stjórn og starfsmenn Strætó bs. sendu frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem þeir harma alvarlegt umferðarslys strætisvagns og vörubíls í Reykjavík í dag. Vagnstjórinn slasaðist alvarlega og er nú á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Fjórir af sex farþegum vagnsins voru útskrifaðir eftir skoðun en tveir eru enn undir eftirliti lækna þó meiðsl þeirra séu ekki talin alvarleg. Einnig segir í yfirlýsingunni að Strætó bs. fylgist vel með rannsókn slyssins sem enn stendur yfir. Of fljótt er fullyrða nokkuð um tildrög þess. Farþegarnir voru allir slysatryggðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×