Innlent

Atvinnuleysi á Þingeyri

Á þriðja tug manna eru nú atvinnulausir á Þingeyri í kjölfar lokunar fiskvinnslufyrirtækisins Perlufisks, en eigandi fyrirtækisins gerði einnig út tvo báta sem lögðu upp á staðnum. Á fréttavef bæjarins besta segir að formaður atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar hafi heyrt af málinu, en ekkert erindi hafi borist nefndinni um málið. Fleiri eru nú atvinnulausir á Þingeyri en á Bíldudal, en þar er nú unnið að því að koma fiskvinnslufyrirtækinu Bíldælingi á fót aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×