Innlent

Lögreglurannsókn á vegaslóða

Ísafjarðarbær hefur óskað eftir lögreglurannsókn á lagningu vegaslóða niður í Öldugil við Leirufjörð í Jökulfjörðum. Þá hafa Náttúruverndarsamtök ákveðið að kæra vegalagninguna. Landeigandinn fékk heimild til að fara með jarðýtu yfir landið til að verjast landbroti af völdum Jökulsár í Leirufirði og veitti fjárlaganefnd Alþingis styrk upp á eina og hálfa milljón til verksins. Vegurinn er fjögurra kílómetra langur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×