Innlent

Tillaga um flugvöll á Lönguskerjum

Fulltrúar FL group og Flugfélags Íslands hafa rætt við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um að nýr flugvöllur rísi á Lönguskerjum eða Álftanesi. Formanni skipulagsráðs Reykjavíkurborgar líst vel á hugmyndir flugfélaganna. Þótt hugmyndir séu komnar fram um að nýr flugvöllur rísi á Lönguskerjum þá telja fulltrúar FL group og Flugfélags Íslands að flugvöllur í Vatnsmýrinni sé áfram ákjósanlegasti kosturinn. Formaður skipulagsráðs, Davíð B. Eggertsson, segir hugmyndirnar færa málið á nýtt stig. Hann segir að markmið þeirra í ráðinu með vinnu undanfarinn mánuða hafi verið að reyna að ná umræðunni upp úr skotgröfunum og reyna að finna sameiginlegar lausnir. Hann sagði útspil FL Group mjög athyglisvert og ánægjulegt þar sem menn eru að leita að lausnum sem sameina hagsmuni Reykjavíkur sem höfuðborgar og innanlandsflugsins. Dagur segir að skoða þurfi möguleikana af fullri alvöru, en mikil átök hafa staðið um flugvöllinn um árabil. Hann segir næstu skrefin vera að fullkanna kostina. Hann segir borgina hafa rætt það að þiggja að vinna með fulltrúum flugrekstaraðila og að kanna alla kosti og honum finnst Löngusker vera inn í myndinn án þess að útiloka annað. Honum finnst einnig ákjósanlegt að samgönguyfirvöld komi að málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×