Mannekla hefur slæm áhrif 19. ágúst 2005 00:01 Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. "Við erum of fáar og getum þar af leiðandi ekki byggt upp jafn gott starf né stundað þá markvissu vinnu sem við vildum," segir Jódís sem telur af og frá að hægt væri að leysa vandamálið með því að fá eldri borgara eða foreldra til starfa inni á leikskólunum. "Það vill brenna við að höfuðmáli skiptir hverjir sjá um börnin stóran hluta dagsins," segir Jódís. "Leikskólaárin eru helstu mótunarár barnanna og leikskólar eru menntastofnanir eins og aðrir skólar í borginni." Jódís segir einu færu leiðina að hækka launin til þess að fá hæft fólk til starfa inn á leikskólana. "Mjög margir hafa áhuga á því að starfa á leikskóla enda eru þeir yndislegir vinnustaðir. Fólk hefur hins vegar einfaldlega ekki efni á því," segir Jódís. Nína Margrét Grímsdóttir, foreldri þriggja ára barns á Sjónarhóli, segir foreldra alla af vilja gerða til þess að skilja aðstöðu starfsfólks leikskólans. Hún lýsir þó undrun sinni á því að vandamálið komi upp nær á hverju ári og telur það helgast af því að launin séu of lág. "Framtíðarlausn á málinu væri að hækka laun faglærðra leikskólakennara en ekki að ráða fleira ófaglært starfsfólk," segir Nína Margrét. "Það skiptir miklu máli hver sér um börnin á daginn, ef einhvers staðar þarf að vanda til verka er það til starfa með börnunum." Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir kjarasamninga ófaglærðs starfsfólks lausa í haust. Ekki komi til greina að bregðast við manneklu með því að hækka launin á öðrum grundvelli en kjarasamningum. "Það er auðvitað mjög slæmt mál að mannekla skuli koma upp á hverju hausti," segir Stefán Jón. "Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að krafan snýr að því að mennta fleiri leikskólakennara. Þannig þyrftum við ekki að reiða okkur á ófaglært starfsfólk." "Vandamálið er ekki nýtt og ástandið hefur raunar varað lengi," segir Jódís Hlöðversdóttir, textílhönnuður og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Tíu börn verða send heim úr leikskólanum á hádegi dag hvern frá og með mánudegi vegna manneklu. Fréttir Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. "Við erum of fáar og getum þar af leiðandi ekki byggt upp jafn gott starf né stundað þá markvissu vinnu sem við vildum," segir Jódís sem telur af og frá að hægt væri að leysa vandamálið með því að fá eldri borgara eða foreldra til starfa inni á leikskólunum. "Það vill brenna við að höfuðmáli skiptir hverjir sjá um börnin stóran hluta dagsins," segir Jódís. "Leikskólaárin eru helstu mótunarár barnanna og leikskólar eru menntastofnanir eins og aðrir skólar í borginni." Jódís segir einu færu leiðina að hækka launin til þess að fá hæft fólk til starfa inn á leikskólana. "Mjög margir hafa áhuga á því að starfa á leikskóla enda eru þeir yndislegir vinnustaðir. Fólk hefur hins vegar einfaldlega ekki efni á því," segir Jódís. Nína Margrét Grímsdóttir, foreldri þriggja ára barns á Sjónarhóli, segir foreldra alla af vilja gerða til þess að skilja aðstöðu starfsfólks leikskólans. Hún lýsir þó undrun sinni á því að vandamálið komi upp nær á hverju ári og telur það helgast af því að launin séu of lág. "Framtíðarlausn á málinu væri að hækka laun faglærðra leikskólakennara en ekki að ráða fleira ófaglært starfsfólk," segir Nína Margrét. "Það skiptir miklu máli hver sér um börnin á daginn, ef einhvers staðar þarf að vanda til verka er það til starfa með börnunum." Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir kjarasamninga ófaglærðs starfsfólks lausa í haust. Ekki komi til greina að bregðast við manneklu með því að hækka launin á öðrum grundvelli en kjarasamningum. "Það er auðvitað mjög slæmt mál að mannekla skuli koma upp á hverju hausti," segir Stefán Jón. "Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að krafan snýr að því að mennta fleiri leikskólakennara. Þannig þyrftum við ekki að reiða okkur á ófaglært starfsfólk." "Vandamálið er ekki nýtt og ástandið hefur raunar varað lengi," segir Jódís Hlöðversdóttir, textílhönnuður og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Tíu börn verða send heim úr leikskólanum á hádegi dag hvern frá og með mánudegi vegna manneklu.
Fréttir Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira