Fleiri fréttir Handtekinn vegna Londonárásanna Pakistanskar öryggissveitir handtóku í morgun breskan múslima sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á London. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan öryggissveitanna en yfirvöld í Pakistan hafa ekki enn staðfest að þetta sé rétt. 20.7.2005 00:01 Manns leitað í Þjórsárdal Leit að karlmanni á níræðisaldri, sem saknað er í Þjórsárdal frá því í gærkvöldi, hefur enn engan árangur borið. Maðurinn var þar í útilegu ásamt fleirum og fór einn í gönguferð í gærkvöldi. 20.7.2005 00:01 32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. 20.7.2005 00:01 Þúsundir reyna að komast inn Til mikilla átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda við Gaza-svæðið þar sem þúsundir manna ætla að freista þess að fara inn á svæðið sem ríkisstjórn Ísraels ætlar að rýma í ágúst. Tjaldbúðir mótmælendanna voru girtar af seint í gærkvöld og slagsmál brutust út. 20.7.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás á Indlandi Sex manns féllu og sextán særðust í sjálfsmorðsárás í Kasmír á Indlandi í morgun. Árásarmaðurinn keyrði bíl sínum utan í herjeppa og sprengdi sig svo í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. 20.7.2005 00:01 Sigldi utan í bryggjukant Skaftafell, skip Samskipa, sigldi á bryggjukant nýju álversbryggjunnar á Reyðarfirði í gærkvöldi þegar það var fyrst flutningaskipa til að leggjast þar að eftir að framkvæmdum lauk. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjukantinum og á skipinu ofan sjólínu en það getur þó haldið för sinni áfram að losun lokinni, án þess að viðgerð fari fram. 20.7.2005 00:01 Súnnítar draga sig út úr viðræðum Margir súnnítar sem koma að myndun nýrrar stjórnarskrár í Írak hafa dregið sig út úr viðræðunum í kjölfar þess að tveir úr samninganefndinni voru myrtir í gær. Einn súnnítanna í nefndinni segir ástandið í Írak núna vera þannig að engin leið sé að koma nokkru í verk. 20.7.2005 00:01 20 þúsund flýja Emily Um tuttugu þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín við landamæri Mexíkó og Texas þar sem fellibylurinn Emily lendir væntanlega síðar í dag. Frá því í gærkvöldi hefur bylurinn stigmagnast og í nótt var hraði hans tæplega sextíu metrar á sekúndu. 20.7.2005 00:01 Roberts í hæstarrétt George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt íhaldsmanninn John Roberts sem hæstaréttardómara. Ef öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir tillöguna, sem ætti að vera formsatriði, tekur Roberts við af Söndru Connor sem hefur oft verið á móti meirihluta hæstaréttar þegar kemur að fóstureyðingum og málefnum minnihlutahópa. 20.7.2005 00:01 Maðurinn fundinn Karlmaður á níræðisaldri, sem leitað hefur verið að í Þjórsárdal síðan um miðja nótt, fannst heill á húfi sakmmt frá Sandá um klukkan ellefu. Hann var í útilegu í Þjórsárdal og skrapp einn í göngutúr í gærkvöld. 20.7.2005 00:01 Slasaðist alvarlega við Kárahnjúka Erlendur starfsmaður við Kárahnjúka slasaðist alvarlega í járnbrautarslysi í einum af aðgöngum stöðvarhússins í morgun þegar hann varð fyrir lest sem notuð er til flutninga í göngunum. Hann meiddist meðal annars á brjóstholi og kviðarholi og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á slysadeild Landspítalans. 20.7.2005 00:01 Milljónir Kínverja flýja Milljón Kínverja hefur neyðst til að flýja hvirfilbylinn Haitang en öskurok og grenjandi rigning hefur valdið miklu tjóni í Suðaustur-Kína. Í það minnsta einn er sagður hafa týnt lífi. Stormurinn var þó ekki jafn öflugur og þegar hann reið yfir Taívan fyrr í vikunni. 20.7.2005 00:01 Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust Umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja rjúpnaveiðar á ný í haust. Þetta er byggt á niðurstöðu talningar Náttúrufræðistofnunar í vor þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum. 20.7.2005 00:01 Sigmundur Ernir nýr fréttastjóri Páll Magnússon hefur sagt lausum störfum sínum sem frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, tekur við fréttastjórastöðunni. 20.7.2005 00:01 Páll hyggst sækja um hjá RÚV Páll Magnússon, fráfarandi frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hyggst verða í hópi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Hann segir brotthvarf sitt frá 365 ljósvakamiðlum samt því ótengt. 20.7.2005 00:01 Framtíðin skýrist hjá starfsfólki Starfsmannafundur hjá fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum, þar sem skýrt verður frá framtíð fyrirtækisins og starfsfólks þess, hófst klukkan eitt. Fundurinn er aðeins fyrir starfsfólk og hefur fyrirtækinu verið lokað til klukkan þrjú vegna fundarins. 20.7.2005 00:01 Vel heppnuð mótmæli Mótmælendur við Kárahnjúka telja mótmælaaðgerðir í gær vel heppnaðar. Þeir segjast ekki skilja ummæli talsmanns Impregilo um mótmælin og eru ekki par sáttir við það fyrirtæki. 20.7.2005 00:01 Bretum að kenna segja múslímar Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. 20.7.2005 00:01 Öllum starfsmönnum sagt upp Fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum hefur verið lokað og var öllum 45 starfsmönnum þess sagt upp nú fyrir stundu. Á fundi með starfsmönnum í dag sögðust stjórnendur ætla að hjálpa starfsmönnum að finna nýja vinnu og munu þeir hitta starfsmenn í fyrramálið. 20.7.2005 00:01 Breskir hermenn ákærðir Ellefu breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp og misþyrmingar á föngum í Írak. 20.7.2005 00:01 Flóðin á Indlandi taka sinn toll Í það minnsta 239 manns hafa drukknað í flóðum á Indlandi síðustu dægrin. Rigningartíminn stendur nú sem hæst í landinu. 20.7.2005 00:01 Sprengja í Kasmír Að minnsta kosti sex fórust í sprengjutilræði í Srinagar, sumarhöfuðborg Jammu-Kasmír héraðs, og 20 meiddust. 20.7.2005 00:01 Meintur forsprakki handtekinn Pakistanska lögreglan hefur mann í haldi sem hún segir hafa átt beinan þátt í sprengjutilræðunum í Lundúnum 7. júlí. 20.7.2005 00:01 Súnníar hættir í nefndinni Súnníar hafa dregið sig úr stjórnarskrárnefnd Íraks eftir að Mijbil Issa félagi þeirra var myrtur í fyrradag. Þá var gerð sjálfsmorðsárás í Bagdad sem tíu manns dóu í. 20.7.2005 00:01 Óperan fagnar hugmynd Gunnars Stjórn Íslensku óperunnar fagnar hugmynd Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra og alþingismanns, um byggingu sérhannaðs óperuhúss fyrir Íslensku óperuna á Borgarholtinu í Kópavogi. 20.7.2005 00:01 Forskot kristilegra minnkar Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi halda miklu forskoti á stjórnarflokkana, jafnaðarmenn og græningja, í nýjustu skoðanakönnuninni sem niðurstöður voru birtar úr á miðvikudag. Kosið verður til þings í Þýskalandi í september. 20.7.2005 00:01 Bush velur íhaldsmann í Hæstarétt George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. 20.7.2005 00:01 50 ára trúarstríð framundan Hryðjuverk um alla veröld er eins og kjarnorkusprengja sem hrint hefur verið af stað, segir faðir eins þeirra sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Um leið fullyrti hann að frekari árásir myndu fylgja í kjölfarið og sagði árásirnar á Lundúnir, New York og Madrid aðeins vera upphafið að hálfrar aldar löngu trúarstríði. 20.7.2005 00:01 Þrír látast úr fuglaflensu Yfirvöld í Indónesíu staðfestu í morgun að þrír Indónesar hefðu látist úr fuglaflensu. Rannsókn á líkum mannanna þriggja í Hong Kong staðfesti dánarorsökina. Þetta eru fyrstu Indónesarnir sem látast úr fuglaflensu. 20.7.2005 00:01 Kollvarpar framtíðarsýninni Í opnu bréfi yfirdýralæknis til landbúnaðarráðherra segir að ákvörðun ráðherra um að staðsetja Landbúaðarstofnun á Selfossi kollvarpi framtíðarsýn embættisins. Embættið hafi stefnt að því að sameina þá starfsmenn sem gegna lykilhlutverki í stjórnsýslu og þjónustu á einum stað á höfuðborgarsvæðinu. 20.7.2005 00:01 Grímulausar áfengisauglýsingar "Ég skil ekki hvað fólki gengur til með því að setja áfengisauglýsingar á bloggsíður barna eins og gert er á blogcentral.is," segir Árni Guðmundsson æskulýðs- og tómstundarfulltrúi í Hafnarfirði. 20.7.2005 00:01 Ellefu hringtorg í Vallarhverfi Sennilega geta fá hverfi á landinu státað af jafn mörgum hringtorgum og Vallahverfið í Hafnarfirði en í og við hverfið eru ein ellefu hringtorg. Dýrleif Ólafsdóttir sem býr á Blómvöllum segist þurfa að fara um sex hringtorg þegar hún aki börnum sínum á æfingavöllinn sem þó er stutt frá. 20.7.2005 00:01 Rjúpnaveiði hefst á ný Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti ákvörðun sína þess lútandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hversu margar verður heimilt að veiða en reglugerð um veiðarnar lítur dagsins ljós í lok næsta mánaðar eða byrjun september. 20.7.2005 00:01 Öllum verði tryggð skólavist Stjórn Heimdallar hefur skorað á fjármála- og menntamálaráðherra að tryggja öllu ungu fólki á Íslandi skólavist. Heimdallur vísar til þess að á hátíðarstundum sé talað um unga fólkið sem framtíðarauð þjóðarinnar og að talað sé um þekkingarþjóðfélag. 20.7.2005 00:01 Tilboð upp á rúmar 700 milljónir Viðræður eru hafnar milli Reykjavíkurborgar og Íslenska gámafélagsins um kaup þess síðarnefnda á Vélamiðstöð Reykjavíkur en gámafélagið var hæstbjóðandi í nýafstöðu útboði. 20.7.2005 00:01 Skorar á Árna að hlekkja sig Mótmælendur sem halda til við Kárahnjúka hafa vakið athygli á málstað sínum með ýmsum hætti og þótti sitt hverjum þegar nokkrir þeirra hlekkjuðu sig við vinnuvélar. Birgitta Jónsdóttir er ein af talsmönnum mótmælendanna við Kárahnjúka. 20.7.2005 00:01 Eftirlit á innra svæðinu Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. 20.7.2005 00:01 Mótmælendur skotnir af lögreglu Að minnsta kosti ellefu mótmælendur voru drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Jemen í dag. Verið var að mótmæla hækkun bensínverðs í landinu sem tvöfaldaðist í verði nýverið í kjölfar aðgerða ríkisstjórnar Jemens í efnahagsmálum. 20.7.2005 00:01 Jón forstjóri Landbúnaðarstofnunar Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa Jón Gíslason í starf forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jón starfaði sem forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins í sjö ár. Frá árinu 2000 hefur hann starfað hjá eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. 20.7.2005 00:01 Heimdallur vill alla í skóla Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sendi í gær frá sér ályktun þar sem félagið skoraði á samflokksmenn sína, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þorgerði Katríni Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að tryggja það að allt ungt fólk á Íslandi fengi skólavist. 20.7.2005 00:01 Forstjóri Landbúnaðarstofnunar Guðni Ágústsson hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Alls sóttu 23 um starfið. Jón er næringarlífeðlisfræðingur og hefur síðustu ár starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. 20.7.2005 00:01 Dýralæknar ósáttir við Selfoss Allir starfsmenn embættis yfirdýralæknis eru andvígir því að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett á Selfossi. Landbúnaðarstofnun er ný stofnun sem heyrir undir Landbúnaðarráðuneytið og mun taka til starfa í ársbyrjun 2006. 20.7.2005 00:01 Stjórnmálasamband við Djíbútí Fastafulltrúar Íslands og Djíbútí hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Robel Olhaye, undirrituðu yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna í New York í gær. 20.7.2005 00:01 Kennarar í Landakoti ósáttir "Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastliðinn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við," segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla. 20.7.2005 00:01 Átak í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í fyrradag tillögu sem kom frá Samfylkingunni um átak til að auka notkun fólks á aldrinum tólf til átján ára á strætó. Á átakið að hefjast í lok ágúst og standa í í það minnsta einn mánuð. Meðal annars á að bjóða fólki á þessum aldri sérstök kjör. 20.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Handtekinn vegna Londonárásanna Pakistanskar öryggissveitir handtóku í morgun breskan múslima sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á London. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan öryggissveitanna en yfirvöld í Pakistan hafa ekki enn staðfest að þetta sé rétt. 20.7.2005 00:01
Manns leitað í Þjórsárdal Leit að karlmanni á níræðisaldri, sem saknað er í Þjórsárdal frá því í gærkvöldi, hefur enn engan árangur borið. Maðurinn var þar í útilegu ásamt fleirum og fór einn í gönguferð í gærkvöldi. 20.7.2005 00:01
32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. 20.7.2005 00:01
Þúsundir reyna að komast inn Til mikilla átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda við Gaza-svæðið þar sem þúsundir manna ætla að freista þess að fara inn á svæðið sem ríkisstjórn Ísraels ætlar að rýma í ágúst. Tjaldbúðir mótmælendanna voru girtar af seint í gærkvöld og slagsmál brutust út. 20.7.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás á Indlandi Sex manns féllu og sextán særðust í sjálfsmorðsárás í Kasmír á Indlandi í morgun. Árásarmaðurinn keyrði bíl sínum utan í herjeppa og sprengdi sig svo í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. 20.7.2005 00:01
Sigldi utan í bryggjukant Skaftafell, skip Samskipa, sigldi á bryggjukant nýju álversbryggjunnar á Reyðarfirði í gærkvöldi þegar það var fyrst flutningaskipa til að leggjast þar að eftir að framkvæmdum lauk. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjukantinum og á skipinu ofan sjólínu en það getur þó haldið för sinni áfram að losun lokinni, án þess að viðgerð fari fram. 20.7.2005 00:01
Súnnítar draga sig út úr viðræðum Margir súnnítar sem koma að myndun nýrrar stjórnarskrár í Írak hafa dregið sig út úr viðræðunum í kjölfar þess að tveir úr samninganefndinni voru myrtir í gær. Einn súnnítanna í nefndinni segir ástandið í Írak núna vera þannig að engin leið sé að koma nokkru í verk. 20.7.2005 00:01
20 þúsund flýja Emily Um tuttugu þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín við landamæri Mexíkó og Texas þar sem fellibylurinn Emily lendir væntanlega síðar í dag. Frá því í gærkvöldi hefur bylurinn stigmagnast og í nótt var hraði hans tæplega sextíu metrar á sekúndu. 20.7.2005 00:01
Roberts í hæstarrétt George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt íhaldsmanninn John Roberts sem hæstaréttardómara. Ef öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir tillöguna, sem ætti að vera formsatriði, tekur Roberts við af Söndru Connor sem hefur oft verið á móti meirihluta hæstaréttar þegar kemur að fóstureyðingum og málefnum minnihlutahópa. 20.7.2005 00:01
Maðurinn fundinn Karlmaður á níræðisaldri, sem leitað hefur verið að í Þjórsárdal síðan um miðja nótt, fannst heill á húfi sakmmt frá Sandá um klukkan ellefu. Hann var í útilegu í Þjórsárdal og skrapp einn í göngutúr í gærkvöld. 20.7.2005 00:01
Slasaðist alvarlega við Kárahnjúka Erlendur starfsmaður við Kárahnjúka slasaðist alvarlega í járnbrautarslysi í einum af aðgöngum stöðvarhússins í morgun þegar hann varð fyrir lest sem notuð er til flutninga í göngunum. Hann meiddist meðal annars á brjóstholi og kviðarholi og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á slysadeild Landspítalans. 20.7.2005 00:01
Milljónir Kínverja flýja Milljón Kínverja hefur neyðst til að flýja hvirfilbylinn Haitang en öskurok og grenjandi rigning hefur valdið miklu tjóni í Suðaustur-Kína. Í það minnsta einn er sagður hafa týnt lífi. Stormurinn var þó ekki jafn öflugur og þegar hann reið yfir Taívan fyrr í vikunni. 20.7.2005 00:01
Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust Umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja rjúpnaveiðar á ný í haust. Þetta er byggt á niðurstöðu talningar Náttúrufræðistofnunar í vor þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum. 20.7.2005 00:01
Sigmundur Ernir nýr fréttastjóri Páll Magnússon hefur sagt lausum störfum sínum sem frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, tekur við fréttastjórastöðunni. 20.7.2005 00:01
Páll hyggst sækja um hjá RÚV Páll Magnússon, fráfarandi frétta- og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, hyggst verða í hópi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Hann segir brotthvarf sitt frá 365 ljósvakamiðlum samt því ótengt. 20.7.2005 00:01
Framtíðin skýrist hjá starfsfólki Starfsmannafundur hjá fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum, þar sem skýrt verður frá framtíð fyrirtækisins og starfsfólks þess, hófst klukkan eitt. Fundurinn er aðeins fyrir starfsfólk og hefur fyrirtækinu verið lokað til klukkan þrjú vegna fundarins. 20.7.2005 00:01
Vel heppnuð mótmæli Mótmælendur við Kárahnjúka telja mótmælaaðgerðir í gær vel heppnaðar. Þeir segjast ekki skilja ummæli talsmanns Impregilo um mótmælin og eru ekki par sáttir við það fyrirtæki. 20.7.2005 00:01
Bretum að kenna segja múslímar Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. 20.7.2005 00:01
Öllum starfsmönnum sagt upp Fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum hefur verið lokað og var öllum 45 starfsmönnum þess sagt upp nú fyrir stundu. Á fundi með starfsmönnum í dag sögðust stjórnendur ætla að hjálpa starfsmönnum að finna nýja vinnu og munu þeir hitta starfsmenn í fyrramálið. 20.7.2005 00:01
Breskir hermenn ákærðir Ellefu breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp og misþyrmingar á föngum í Írak. 20.7.2005 00:01
Flóðin á Indlandi taka sinn toll Í það minnsta 239 manns hafa drukknað í flóðum á Indlandi síðustu dægrin. Rigningartíminn stendur nú sem hæst í landinu. 20.7.2005 00:01
Sprengja í Kasmír Að minnsta kosti sex fórust í sprengjutilræði í Srinagar, sumarhöfuðborg Jammu-Kasmír héraðs, og 20 meiddust. 20.7.2005 00:01
Meintur forsprakki handtekinn Pakistanska lögreglan hefur mann í haldi sem hún segir hafa átt beinan þátt í sprengjutilræðunum í Lundúnum 7. júlí. 20.7.2005 00:01
Súnníar hættir í nefndinni Súnníar hafa dregið sig úr stjórnarskrárnefnd Íraks eftir að Mijbil Issa félagi þeirra var myrtur í fyrradag. Þá var gerð sjálfsmorðsárás í Bagdad sem tíu manns dóu í. 20.7.2005 00:01
Óperan fagnar hugmynd Gunnars Stjórn Íslensku óperunnar fagnar hugmynd Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra og alþingismanns, um byggingu sérhannaðs óperuhúss fyrir Íslensku óperuna á Borgarholtinu í Kópavogi. 20.7.2005 00:01
Forskot kristilegra minnkar Kristilegu flokkarnir í Þýskalandi halda miklu forskoti á stjórnarflokkana, jafnaðarmenn og græningja, í nýjustu skoðanakönnuninni sem niðurstöður voru birtar úr á miðvikudag. Kosið verður til þings í Þýskalandi í september. 20.7.2005 00:01
Bush velur íhaldsmann í Hæstarétt George W. Bush Bandaríkjaforseti útnefndi á þriðjudag John G. Roberts í embætti hæstaréttardómara, en þetta er í fyrsta sinn í áratug sem nýr maður er skipaður í Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar fögnuðu valinu á Roberts en demókratar eru lítt hrifnir, enda hefur Roberts skapað sér orðstír fyrir að vera mjög íhaldssamur. 20.7.2005 00:01
50 ára trúarstríð framundan Hryðjuverk um alla veröld er eins og kjarnorkusprengja sem hrint hefur verið af stað, segir faðir eins þeirra sem frömdu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Um leið fullyrti hann að frekari árásir myndu fylgja í kjölfarið og sagði árásirnar á Lundúnir, New York og Madrid aðeins vera upphafið að hálfrar aldar löngu trúarstríði. 20.7.2005 00:01
Þrír látast úr fuglaflensu Yfirvöld í Indónesíu staðfestu í morgun að þrír Indónesar hefðu látist úr fuglaflensu. Rannsókn á líkum mannanna þriggja í Hong Kong staðfesti dánarorsökina. Þetta eru fyrstu Indónesarnir sem látast úr fuglaflensu. 20.7.2005 00:01
Kollvarpar framtíðarsýninni Í opnu bréfi yfirdýralæknis til landbúnaðarráðherra segir að ákvörðun ráðherra um að staðsetja Landbúaðarstofnun á Selfossi kollvarpi framtíðarsýn embættisins. Embættið hafi stefnt að því að sameina þá starfsmenn sem gegna lykilhlutverki í stjórnsýslu og þjónustu á einum stað á höfuðborgarsvæðinu. 20.7.2005 00:01
Grímulausar áfengisauglýsingar "Ég skil ekki hvað fólki gengur til með því að setja áfengisauglýsingar á bloggsíður barna eins og gert er á blogcentral.is," segir Árni Guðmundsson æskulýðs- og tómstundarfulltrúi í Hafnarfirði. 20.7.2005 00:01
Ellefu hringtorg í Vallarhverfi Sennilega geta fá hverfi á landinu státað af jafn mörgum hringtorgum og Vallahverfið í Hafnarfirði en í og við hverfið eru ein ellefu hringtorg. Dýrleif Ólafsdóttir sem býr á Blómvöllum segist þurfa að fara um sex hringtorg þegar hún aki börnum sínum á æfingavöllinn sem þó er stutt frá. 20.7.2005 00:01
Rjúpnaveiði hefst á ný Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust en Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tilkynnti ákvörðun sína þess lútandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hversu margar verður heimilt að veiða en reglugerð um veiðarnar lítur dagsins ljós í lok næsta mánaðar eða byrjun september. 20.7.2005 00:01
Öllum verði tryggð skólavist Stjórn Heimdallar hefur skorað á fjármála- og menntamálaráðherra að tryggja öllu ungu fólki á Íslandi skólavist. Heimdallur vísar til þess að á hátíðarstundum sé talað um unga fólkið sem framtíðarauð þjóðarinnar og að talað sé um þekkingarþjóðfélag. 20.7.2005 00:01
Tilboð upp á rúmar 700 milljónir Viðræður eru hafnar milli Reykjavíkurborgar og Íslenska gámafélagsins um kaup þess síðarnefnda á Vélamiðstöð Reykjavíkur en gámafélagið var hæstbjóðandi í nýafstöðu útboði. 20.7.2005 00:01
Skorar á Árna að hlekkja sig Mótmælendur sem halda til við Kárahnjúka hafa vakið athygli á málstað sínum með ýmsum hætti og þótti sitt hverjum þegar nokkrir þeirra hlekkjuðu sig við vinnuvélar. Birgitta Jónsdóttir er ein af talsmönnum mótmælendanna við Kárahnjúka. 20.7.2005 00:01
Eftirlit á innra svæðinu Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. 20.7.2005 00:01
Mótmælendur skotnir af lögreglu Að minnsta kosti ellefu mótmælendur voru drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Jemen í dag. Verið var að mótmæla hækkun bensínverðs í landinu sem tvöfaldaðist í verði nýverið í kjölfar aðgerða ríkisstjórnar Jemens í efnahagsmálum. 20.7.2005 00:01
Jón forstjóri Landbúnaðarstofnunar Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa Jón Gíslason í starf forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jón starfaði sem forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins í sjö ár. Frá árinu 2000 hefur hann starfað hjá eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. 20.7.2005 00:01
Heimdallur vill alla í skóla Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sendi í gær frá sér ályktun þar sem félagið skoraði á samflokksmenn sína, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þorgerði Katríni Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að tryggja það að allt ungt fólk á Íslandi fengi skólavist. 20.7.2005 00:01
Forstjóri Landbúnaðarstofnunar Guðni Ágústsson hefur skipað Jón Gíslason forstjóra Landbúnaðarstofnunar til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Alls sóttu 23 um starfið. Jón er næringarlífeðlisfræðingur og hefur síðustu ár starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. 20.7.2005 00:01
Dýralæknar ósáttir við Selfoss Allir starfsmenn embættis yfirdýralæknis eru andvígir því að ný Landbúnaðarstofnun verði staðsett á Selfossi. Landbúnaðarstofnun er ný stofnun sem heyrir undir Landbúnaðarráðuneytið og mun taka til starfa í ársbyrjun 2006. 20.7.2005 00:01
Stjórnmálasamband við Djíbútí Fastafulltrúar Íslands og Djíbútí hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Robel Olhaye, undirrituðu yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna í New York í gær. 20.7.2005 00:01
Kennarar í Landakoti ósáttir "Umbjóðendur mínir segjast hafa fengið loforð um það á fundi 13. júní síðastliðinn að leitað yrði allra leiða til að finna skólastjóra sem allir gætu sætt sig við," segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður hóps ósáttra kennara í Landakotsskóla. 20.7.2005 00:01
Átak í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í fyrradag tillögu sem kom frá Samfylkingunni um átak til að auka notkun fólks á aldrinum tólf til átján ára á strætó. Á átakið að hefjast í lok ágúst og standa í í það minnsta einn mánuð. Meðal annars á að bjóða fólki á þessum aldri sérstök kjör. 20.7.2005 00:01