Erlent

Breskir hermenn ákærðir

Ellefu breskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp og misþyrmingar á föngum í Írak. Þrír hermannanna hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi en þeir eru taldir hafa valdið dauða írasks manns í september 2003. Fjórir hermenn til viðbótar eru ákærðir fyrir grófa vanrækslu og enn aðrir fjórmenningar eru taldir hafa borið ábyrgð á því að Íraki í þeirra haldi drukknaði í skurði. Mennirnir verða ekki dregnir fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag heldur breskan herrétt. Ættingjar hinna látnu eru ósáttir við að herinn skuli sjálfur dæma í málinu en auk þess gagnrýna þeir hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×