Erlent

20 þúsund flýja Emily

Um tuttugu þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín við landamæri Mexíkó og Texas þar sem fellibylurinn Emily lendir væntanlega síðar í dag. Frá því í gærkvöldi hefur bylurinn stigmagnast og í nótt var hraði hans tæplega sextíu metrar á sekúndu. Á strandlengjunni við Mexíkó er mikið af veikbyggðum húsum og ljóst að margir verða heimilislausir ef bylurinn fer þar beint yfir. Í Texas búa menn sig undir komu Emily með því að negla fyrir glugga og hurðir. Fimm manns hafa þegar látist af völdum Emily þegar hún fór yfir Jamaíka um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×